Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Óhefðbundin sumarstörf: Rúntað með brúður og sýslað með kísil

$
0
0

Á sumrin skipta margir um starfssvið: Ljóðskáld selja pylsur, unglingar reyta arfa og lögfræðinemar laga kaffi. Fréttatíminn tók púlsinn á nokkrum óhefðbundnum sumarstörfum.

Gefur kísil með annari og gleði með hinni

Starf Sturlaugs Haraldssonar sem gleðigjafa í Bláa lóninu felst meðal annars í að gefa gestum kísil, taka myndir af þeim ofan í lóninu og einfaldlega „mingla“.
„Maður verður að þora að tala við fólk, geta gert grín að sér og hafa gaman. Margir gleðigjafar eru í leiklist, leiklistarnemar eru oft góðir að tjá sig. Ég er samt ekki leiklistarmenntaður, bara nógu hress og hef  gaman af mannlegum samskiptum.“
Sturlaugur sinnir starfinu mikið ofan í lóninu og segir gesti oft ekki átta sig á að hann sé starfsmaður og haldi að hann hafi tekið upp hjá sjálfum sér að útdeila kísil til þeirra. „Það eina erfiða er að halda uppi góðri orku á löngum vöktum.“
Sturlaugur hefur eytt ófáum stundum ofan í lóninu, en jarðsjórinn hefur löngum verið talinn góður fyrir húðina: „Ég er með fullkomna húð eftir þrjá mánuði í þessu starfi,“ segir Sturlaugur glettinn.

26971
Sturlaugur mun eyða dögunum ofan í Bláa lóninu í sumar – og fá borgað.

Miðlar sjálfsást til Garðbæinga

Myndlistarkonan Kristín Dóra ræddi við Fréttatímann í apríl um sjálfsástarátak sitt sem staðið hefur yfir í tvö ár. Átakið fólst í að hætta að rakka sjálfa sig niður og setja sjálfa sig í fyrsta sæti. Þetta sumarið miðlar Kristín sjálfsástinni áfram: „Við erum þrjár vinkonur, sálfræðinemi, mannfræðinemi og ég, sem vinnum verkefni sem heitir Málglaðar á vegum Garðabæjar.“ Í sumar ætla þær því að miðla sjálfsást með ýmsum leiðum, meðal annars með gerð hlaðvarps og þátttöku í ýmsum viðburðum: „Það er margt sem við höfum lært um sjálfsást sem við hefðum viljað vita fyrr.“ Því er markhópur Málglaðra yngra fólk og vonast þær til að geta unnið með vinnuskólahópum.
„Þetta er frábært sumarstarf. Ég vil vera talsmaður sjálfsástar eins lengi og fólk vill hlusta,“ segir Kristín.

Fylgjast má með hópnum í sumar á malgladar.tumblr.com

26074 Kristin Dora aðsent
Kristín Dóra hefur verið í sjálfsástarátaki í tvö ár, en miðlar nú ástinni áfram.

Gígja á Brúðubílnum

Að mati Gígju Hólmgeirsdóttur sviðslistamanns er hún með besta sumarstarfið: Að keyra Brúðubílinn.
Á mánudaginn er fyrsta sýning Brúðubílsins í Hallargarðinum og segir Gígja eitt það mikilvægasta við starfið að vera stundvís: „Brúðubíllinn má aldrei byrja of seint.“
Auk þess þarf bílstjórinn að vera frábær í að bakka bílnum og rata milli sýningarstaða. Á hverjum stað sér bílstjórinn um að setja upp leikmyndina, tengja rafmagn í bílinn og gera klárt svo sýningin geti byrjað. „Þetta er algjört draumastarf og að fá að hitta öll þessi börn á hverjum degi er galdur.“ Bílstjórinn er líka reddari ef eitthvað kemur upp á. Brúðubíllinn er útileikhús og tengjast vandamálin oft veðri: „Ég hleyp til ef það rignir og set plastpoka á hátalarana, og í miklu roki þarf að passa að brúðurnar og leikmunirnir fjúki ekki út í buskann.“

26971 Gygja 03590
Brúðubílstjórinn Gígja segir sumarstarf sitt vera algjöran draum. Mynd|Hari

 

 

The post Óhefðbundin sumarstörf: Rúntað með brúður og sýslað með kísil appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652