Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Engin skömm að hlýju hjarta

$
0
0

„Rockall er eyja á milli Íslands og Bretlands sem enginn ræður yfir. Þjóðir hafa reynt að eigna sér eyjuna í gegnum tíðina enda miklar auðlindir í húfi – olía og fiskimið,“ segir Árni Gunnar, einn þeirra sem stendur fyrir samfélags- og hugmyndahátíðinni Rockall í Vesturbugt á Granda.

„Á Íslandi erum við að búa til sendiráð fyrir þennan litla klett sem er ekki nema 800 fermetrar en vegna erfiðra aðstæðna býr enginn þar enn. Við erum með samræðuvettvang um hvernig nýtt samfélag á Rockall myndi líta út,“ segir Árni Gunnar.

Á Granda hefur risið bygging fyrir hið forvitnilega samfélag sem hefur að geyma bókasafn, veitingaaðstöðu, svið og fleira. Byggingarefnið er endurnýtt. Til stendur að opna svæðið fyrir alla í dag með tilheyrandi ræðuhöldum, leiksýningu og dansi þar á eftir. Viðburðir munu fara reglulega fram á hverjum föstudegi í sumar þar sem verða gjörningar, tónlist og ýmsir fyrirlestrar um samfélagsmál og hugmyndir.

Árni Gunnar segir að ekki sé hægt að búa á svæðinu en það muni mögulega breytast á næstum mánuðum. Ekki sé stefnt að neinu takmarki eða markmiði með Rockall. „Við viljum bara prófa að skapa eitthvað fallegt úr engu.“

Fjölþjóðlegur hópur kemur að Rockall þar sem grunngildi eru samvinna og jákvæðni. Allir eru velkomnir til þátttöku í hinu nýja samfélagi.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652