Í Fréttatímanum í dag er fjallað um slysahættu sem getur skapast við notkun útdraganlegra hundatauma í ákveðnum aðstæðum. Þar er talað um að taumarnir séu kallaðir Flexi-taumar. Flexi er það fyrirtæki sem var fyrst á markað með tauma af þessu tagi og eru útdraganlegir taumar því gjarnan kallaðir Flexi-taumar þó þeir séu framleiddir af öðru fyrirtæki, svipað og talað er um „to google“, eða að gúggla, þó verið sé að tala um leit með annarri leitarvél en Google. Það var mat fréttamanns að það hefði meira upplýsingagildi fyrir lesendur að nota þau heiti sem algengust eru þegar talað er um tauma af þessu tagi. Eftir athugasemd frá umboðsaðila Flexi á Íslandi og til að fyrirbyggja misskilning vill Fréttatíminn því koma því á framfæri að í fréttinni er ekki aðeins átt við útdraganlega tauma frá Flexi heldur alla útdraganlega tauma. Með fréttinni fylgdi einnig mynd af Flexi-taum til að þeir sem þekkja ekki til hundatauma átti sig betur á því hvers konar tauma er átt við.
The post Á við alla útdraganlega tauma appeared first on FRÉTTATÍMINN.