80% Íslendinga eru jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi, samkvæmt nýjustu könnun MMR á viðhorfi Íslendinga gagnvart ferðamönnum. Í könnuninni kemur fram að þeir sem hafa hærri heimilistekjur eru jákvæðari gagnvart ferðamönnum en þeir sem hafa lægri tekjur. Einnig kemur fram að þeir sem styðja Framsóknarflokkinn eru síður jákvæðir gagnvart ferðamönnum en stuðningsmenn annara flokka.
Könnunin var framkvæmd dagana 22. til 30. júlí og var heildarfjöldi svarenda 956 einstaklingar, 18 ára og eldri.
http://mmr.is/frettir/birtar-nieurstoeeur/487
The post Framsóknarmenn síður jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum appeared first on FRÉTTATÍMINN.