Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Beckham brjálaður vegna umfjöllunar um dóttur sína

$
0
0

David Beckham er æfur yfir fréttaflutningi breska dagblaðsins Daily Mail um fjölskyldu hans. Í nýlegri frétt í blaðinu var gagnrýnt að fjögurra ára dóttir hans, Harper, notaði enn snuð.

Beckham, sem á sínum tíma var landsliðsfyrirliði Englands og lék með liðum á borð við Manchester United og AC Milan, lýsti óánægju með fréttaflutninginn á Instagram-síðu sinni en þar hefur hann tíu milljónir fylgjenda. Í umræddri grein var því haldið fram að sérfræðingar um barnauppeldi vöruðu við því að notkun á snuði gæti hamlað málþroska barnsins og að foreldrar þess hættu á að tennur hennar gætu skemmst.

beckham

„Af hverju telur fólk að það hafi rétt á að gagnrýna foreldri um barn þess án þess að hafa neinar staðreyndir til hliðsjónar??“ spurði Beckham á Instagram. „Allir sem eiga börn vita að þegar þeim líður ekki vel eða eru með hita þá gerir maður það sem lætur þeim líða vel og oftast hentar snuð… þið hafið í raun engan rétt til að gagnrýna mig sem foreldri,“ sagði hann ennfremur.

Aðdáendur Beckhams lýsa yfir stuðningi við hann og hafa ríflega 585.000 manns látið sér líka við færsluna. Um 19.000 ummæli hafa einnig verið skráð.

 

The post Beckham brjálaður vegna umfjöllunar um dóttur sína appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652