Þungunarrof heimilt fram að lokum 22. viku meðgöngu
Samkvæmt nýju frumvarpi um þungunarrof sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að leggja fram verður þungunarrof heimilt fram að lokum 22. viku meðgöngu. Þá er lagt til að hugtakið þungunarrof verði notað en ekki fóstureyðing, eins og er í núverandi lögum.
Núverandi lög heimila að fóstureyðingar verði framkvæmdar vegna læknisfræðilegra eða félagslegra ástæðna eða þegar þungunin er afleiðing refsiverðrar háttsemi.
Við sérstakar aðstæður, „séu miklar líkur á vansköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs“, hægt að veita heimild til fóstureyðingar eftir 16 vikur. Við þessar aðstæður er fóstureyðing heimil til loka 16. viku meðgöngu.
Hið nýja frumvarp bætir við einum og hálfum mánuði við þann tíma sem að heimilt verði að framkvæma fóstureyðingu. Ráðuneytið birti drög í samráðsgátt stjórnvalda í haust og segir í tilkynningu frá ráðuneytinu að eftir umsagnir og athugasemdir við drög að frumvarpinu hafi ráðherra ákveðið að leggja frumvarpið fram þannig að viðmið heimildar til þungunarrofs verða við lok 22. viku.
Skipta þá ástæður sem að liggja að baki fóstureyðingunni, engu máli. Ef vilji hlutaðeigandi konu er skýr, ekki er heldur tekið tillit til vilja eða óska verðandi föðurs. Konan ræður ferðinni 100% ein. Þungunarrof er sjálfstæð ákvörðun konu um eigin líkama og líf. Kona er ekki skyldug til þess að láta verðandi föður vita af þungun. Að sama skapi er honum ekki skylt að taka þátt í ferlinu ef hann hefur ekki hug á því. Þó er mælst til þess að ef sé þess kostur að hann taki þátt í umsókninni – en sem fyrr segir þá er það ekki skylda.
Á vefnum hefur þessi mynd verið dreift víða hjá þeim sem að eru á móti lengingu á tímabilinu í 22 vikur. Og sagt er undir myndinni. ,,Þetta er 22 vikna barn sem lifir eðlilegu lífi í dag, það er verið að leggja fram frumvarp sem heimilar morð á börnum 22 vikna þeir kalla það þungurarrof mjög sorglegt” segir á vefsvæði mótmælenda.