Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Ekki drekka kaffi undir áhrifum áfengis

$
0
0

Það er útbreiddur misskilningur að það renni af þér fyrr ef þú drekkur kaffi, samkvæmt grein sem birtist í Men’s health. Koffínið blekkir heilann og lætur þig halda að þú sért minna drukkin/n en þú ert í raun og veru.

Þegar drykkjan hefst sendir alkóhól heilanum skilaboð um að framleiða efni sem veita vellíðan og auka heilavirkni. Þess vegna finnur fólk gjarnan til vellíðunar eftir einn drykk, talar meira og er hressara. Hinsvegar, þegar drykkjunni lýkur kemur alkhólið af stað taugaboðum sem hægja á heilastarfseminni og hefur sljóvgandi áhrif. Þá finnur fólk fyrir þreytu, á erfiðara með að hugsa og það hægist á viðbragðstímanum.

Þegar kaffibolli er drukkinn í þessu ástandi, ruglar koffínið skilaboðin frá heilanum og lætur fólk halda að það hafi runnið af því. Eftir sem áður er heilinn alveg jafn sljór af áfenginu, en koffínið veitir ákveðna vellíðan og orku sem slær á áhrifin. Það eykur líkur á að fólk telji sig geta drukkið meira eða sé í ástandi til að keyra bíl.

Eftir sem áður er heilinn alveg jafn sljór af áfenginu, en koffínið veitir ákveðna vellíðan og orku sem slær á áhrifin.

Það sem meira er þá getur blandan af kaffi og áfengi haft slæm áhrif á svefninn. Nokkrum klukkustundum eftir drykkju gefur alkóhól ákveðna innspýtingu í heilann sem veldur því að fólk vaknar gjarnan um miðja nótt, og þar sem áhrif koffíns gæta í allt að sex klukkustundir getur það orðið til þess að það er erfiðara að sofna aftur.

 

 

The post Ekki drekka kaffi undir áhrifum áfengis appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652