Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Hristingur í vatnsmelónu – Uppskriftir

$
0
0

Ein leið til að borða meira af vatnsmelónum er að skafa innan úr þeim kjötið og útbúa skál, hræra kjötið í hristing ásamt öðrum ávöxtum og borða hann upp úr skálinni.

Vatnsmelónur eru 92% vatn en þær innihalda líka A, B6 og C-vítmaín, auk lýcópen sem er virka andoxunarefnið í tómötum, önnur andoxunarefni og amínó sýrur. Semsagt vatnsmelónur eru bráðhollar.

Það er tiltölulega einfalt að útbúa vantsmelónuskál með hristingi og svo er hægt að skreyta þær að vild.

Hér eru nokkrar hugmyndir:

 

mel

Vatnsmelónu-, jarðaberja- og myntu hristingur í skál

Hráefni:

1 lítil vatnsmelóna
2 bollar af jarðaberjum
safi úr 1/2 límónu
2 msk fersk mynta

Til skreytingar: Myntulauf, chia fræ, sneiðar af límónu og jarðaberjum.

Aðferð: Skerðu vatnsmelónuna í tvennt og skafðu kjötið innan úr henni. Losaðu þig við öll fræ og skerðu svo kjötið í grófa bita og settu í frysti.

Settu tvo bolla af frosinni vatnsmelónu, jarðaber, límónusafa og myntu í blandara. Helltu hristingnum í vatnsmelónuskálin og skreyttu að vild með jarðaberjum, límónu og myntulaufum. Drekktu strax með röri.

melb

Bleik vatnsmelónuskál

Hráefni:

1 lítil vatnsmelóna
4 msk hempfræ
2 msk gojiber
2 msk bláber
Safi úr 1/4 af sítrónu eða límónu
1 bolli af ísmolum
1 bolli af kaldpressaðri olíu að eigin vali

 

Aðferð:
Skerðu melónuna í tvennt og skafðu allt kjöt innan úr henni. Settu vatnsmelónubitana ásamt fræjunu, berjunum og sítrónur/límónusafanum, ísmolum og olíu í blandara og blandaðu vel. Helltu öllu í vatnsmelónuskálina og skreyttu að vild.

 

The post Hristingur í vatnsmelónu – Uppskriftir appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652