Friðgeir Trausti Helgason er staddur í lyftunni hans Spessa ljósmyndara í gömlu Kassagerðinni á Laugarnesi. Á ferðalaginu upp fjórar hæðir hússins útskýrir Friðgeir hvernig leið hans í lífinu getur aðeins legið upp á við.
„Ég var svo mikil fyllibytta, var búinn að drekka mig í ræsið. Ég hafði náð þeim tímapunkti að komast ekki lengur upp með að vera svona fullur í vinnunni. Þá einfaldlega hætti ég að vinna til að geta drukkið allan daginn. Botninn var árið 2004 þegar ég var heimilislaus í Los Angeles á „Skid Row“ þar sem allt heimilslausa liðið er. Ég fór eins langt niður og hægt er að komast án þess að drepast. Eftir þetta lá leiðin aðeins upp á við. Toppurinn var þegar ég hætti að drekka brennivín og keyrði um víðáttur Bandaríkjanna, með gömlu Pentax myndavélina mína og nóg af filmum í skottinu. Að lenda í ævintýrum, hitta fólk og borða góðan mat.“ #spessielevatorstudio

The post Lyftan appeared first on Fréttatíminn.