Fjallabræður eru 53 talsins en auk þeirra sungu inn á plötuna Lay Low, Mugison, Jónas Sig, Magnús Þór Sigmundsson, Sveinbjörn Hafsteinsson, Sverrir Bergmann og Unnur Birna Bassadóttir. Þrír kvikmyndagerðarmenn frá Republik voru einnig með í för og festu þeir þetta mikla ævintýri á filmu. Lárus Jónsson er leikstjóri myndarinnar, Víðir Sigurðsson tökumaður og Hannes Friðbjarnarson framleiðandi. Heimildarmyndin kemur út á DVD í desember og verður sýnd á RÚV eftir áramót.
↧