Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Norskt grín

$
0
0

Á fimmtudögum í sumar hefur RÚV sýnt þætti frá Noregi sem ég hef fylgst með. Þetta eru norskir grínþættir með tveimur hressum Norðmönnum við stjórnvölinn. Já NORSKIR GRÍNÞÆTTIR SEGI ÉG! Galgoparnir tveir eru svona norsk útgáfa af Sveppa og Audda, Fannari og Benna eða Simma og Jóa. Þættirnir eru teknir upp á Karl Johan götunni í Osló, sem er þeirra aðalgata og fjöldi fólks fer um daglega. Það sem er svo fyndið í þessum þáttum er bullið sem þeir láta fólk úti á götu taka þátt í. Það er alveg magnað að fylgjast með því. Annaðhvort eru Norðmenn svona opnir og til í eitthvað sprell, eða við Íslendingar svona fáránlega lokaðir. Því ég sæi ekki marga á Laugaveginum vera til í að taka þátt í einhverjum þessu líku. Við erum alltof dónaleg. Það sem er svo gott við þetta er að framleiðslan er ekki mjög flókin. Bara tveir gaurar sem eru góðir í því sem þeir eru að gera, stundum þarf bara ekki meira til. Það sem er best í þessum þáttum er svokölluð „Kvikmynd fólksins“, þar sem þeir taka einhvern vegfaranda og láta hann lýsa sinni draumakvikmynd og á meðan hann segir frá eru þeir búnir að gera sína útgáfu af því. Ekki auðvelt að lýsa í orðum og er sjón sögu ríkari. Þrátt fyrir að maður eigi ekki að vera að glápa á sjónvarp á björtum sumarkvöldum þá mæli ég þó með því að kíkja á þá Hasse Hope og Erik Solbakken á Karl Johan. Norðmenn eru að koma með gott grín.

The post Norskt grín appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652