Kickup eru orku- og vítamínpokar sem hugsaðir eru fyrir þá sem vilja draga úr neyslu munntóbaks eða þurfa á aukinni orku að halda í amstri dagsins, en varan er flokkuð sem fæðubótarefni. Guðmundur Már Ketilsson, eigandi Kickup á Íslandi, segir pokana þó aðallega ætlaða þeim sem vilja losna úr viðjum tóbaksfíknarinnar. „Þetta er sérstaklega sniðugt núna því tóbaksdósin hækkaði um 60 eða 70 prósent um áramótin. Þú getur fengið um fjórar dósir af Kickup fyrir eina neftóbaksdós,“ segir Guðmundur.

„Við höfum fengið svo mörg skilaboð frá fólki þar sem okkur er þakkað fyrir að bjóða upp á þessa vöru. Fólk var þá búið að reyna að margar leiðir til að hætta notkun tóbaks, til dæmis tyggjó og sprey, en ekkert gekk fyrr en það kynntist Kickup, vegna þess hver stór hluti fíknarinnar er að hafa eitthvað undir vörinni,“ segir Guðmundur og bendir á að þeir sem tekið hafa tekið í vörina, eða taka í vörina, þekki þessa þörf vel. „Ég man það bara sjálfur, þegar ég tók í vörina, þá setti ég oft í vörina þó nikótínþörfin væri ekki til staðar.“

Guðmundur segist meira að segja hafa fengið skilaboð frá fólki sem hefur notað Kickup til að draga úr reykingum eða losa sig við nikótíntyggjó. „Það er svo oft þannig að fólk tyggur tyggjóið og setur það svo undir vörina,“ útskýrir hann.
„Þannig þetta hefur hjálpað mörgum að komast yfir erfiðasta hjallann. Svo ef fólk vill halda þessu áfram eftir að það er komið yfir fíknina þá er ekkert því til fyrirstöðu. Það er ekkert óhollt við Kickup. Í einni tegundinni, Real White, er meira að segja Xylitol, sem er sama efni og er í tyggjói og verndar tennur og góm.“ Guðmundur tekur jafnframt fram að varan innihaldi ekkert viðbætt koffín, heldur eingöngu náttúrulegt koffín sem unnið er úr tei og guarana.

Kickup kemur í fjórum bragðtegundum og fást pokarnir í langflestum apótekum, á öllum bensínstöðvum, 10-11, Iceland, Hagkaup og Bónus á höfuðborgarsvæðinu, en sala í Bónus á landsbyggðinni hefst í næstu viku.

og Real White inniheldur xylitol sem verndar tennur og góm.
Engin lög ná yfir aldurstakmarkanir á vörum eins og Kickup en Kickup beinir þeim tilmælum til söluaðila að takmarka söluna við 16 ár. Sumir sölustaðir takmarka hana jafnvel við 18 ár.
Unnið í samstarfi við Kickup á Íslandi