Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Skýr stefna í samfélags- og umhverfismálum

$
0
0

Íslandshótel er eitt af stærrri fyrirtækjum í ferðaþjónustu á Íslandi. Íslandshótel eiga og reka 17 hótel með yfir 1.700 gistirými út um allt land auk funda- og ráðstefnuaðstöðu. Innan ­keðjunnar eru öll Fosshótelin, Grand ­Hótel ­Reykjavík og Hótel Reykjavík ­Centrum auk fjölda veitingastaða tengdum hótelunum.

„Stjórn Íslandshótela ­hefur ­markað skýra stefnu í ­samfélags- og umhverfismálum og hefur ákveðið að fyrirtækið í heild taki virkan þátt í þeim verkefnum sem snúa að bættum hag umhverfis og ekki síður þjóðar í samfélagslegu tilliti. Þessari stefnu er staðfastlega fylgt,“ segir Salvör L. ­Brandsdóttir ráðstefnustjóri sem situr í stjórn ­Íslandshótela.

Íslandshótel er aðili að Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð – og er stoltur bakhjarl hvatningarverkefnis um ábyrga ferðaþjónustu, í samstarfi við Festu og Íslenska ferðaklasann.
Mörg hótela innan ­Íslandshótela eru komin með viðurkenningu Vakans, sem skiptir fyrirtækið miklu máli. „Vakinn er nýtt gæða- og umhverfiskerfi sem ferðaþjónustan fylgir. Mér finnst Vakinn veita aukið aðhald og hvetja til góðra verka. Það er mikilvægt að þriðji aðili komi og taki út stöðuna á hverjum stað. ­Annar kostur Vakans er gæðaþátturinn, en kerfið sér um stjörnugjöf gististaða. Ef stjörnugjöfin er rétt, auðveldar hún að hægt sé að staðla gæðin, enda er mikilvægt ­fyrir gesti að vita hvaða vöru þeir eru að kaupa.“
Grand Hótel Reykjavík er eitt fremsta hótel landsins varðandi umhverfis- og samfélagsmál og hefur fengið hina eftirsóttu Svansvottun. Salvör segir það ekki bara hafa jákvæð áhrif á umhverfið að fylgja kröfum Svansins, heldur fylgi því einnig mikið ­rekstrarhagræði. „Það eru mjög ströng skilyrði sem Svanurinn setur og ­Umhverfisstofnun fylgir þeim eftir af mikilli festu. Þegar við lögðum af stað í þetta verkefni þá vissum við í raun ekki hvað við vorum að fara út í, en fljótlega kom í ljós að innleiðing nýrra aðferða í daglegu starfi var ekki bara skynsamleg fyrir umhverfið heldur líka reksturinn.“

Mikið er lagt upp úr því hjá Íslandshótelum að skapa atvinnu og uppbyggingu hringinn  í kringum landið, segir Salvör. Mynd | Hari
Mikið er lagt upp úr því hjá Íslandshótelum að skapa atvinnu og uppbyggingu hringinn
í kringum landið, segir Salvör. Mynd | Hari

Íslandshótel eru mjög ­meðvituð um umhverfið og áhrif vaxandi straum ferðamanna á landið. Salvör bendir á að hægt sé að hafa ­mikil áhrif meðal annars með því að flokka sorp og velja réttar vörur inn á hótelin. „Við viljum vera mjög framarlega í velja bestu ­lausnirnar. Við byggingu nýrra hótela hjá okkur er líka vel hugað að umhverfinu.“ Nýtt hótel var opnað síðasta sumar á Hnappavöllum, Fosshótel Glacier Lagoon, og annað er væntanlegt á Mývatni. „Það er mikið lagt upp úr því að allt sé eins og best verður á kosið, bæði varðandi byggingar, framkvæmdir og vörukaup á ­hótelunum. Þegar hótel opna eru gestir og starfsmenn fræddir og þeim gert auðvelt að ganga vel um.“

„Það sem mér þykir mjög vænt um í stefnu þessa fyrirtækis er hvað er lagt mikið upp úr því að skapa atvinnu og uppbyggingu allan ­hringinn í kringum landið, ekki bara á gullreitnum í Reykjavík.“ Hótelreksturinn skipti til dæmis sköpum þegar Fosshótel Glacier Lagoon var opnað, en hætt var við að loka skóla á Hofi í Öræfasveit í kjölfarið. „Þetta er sönn saga af Suðurlandi. Þegar hótelið opnaði þá fylgdu því ­nokkrar fjölskyldur, það breytti heilmiklu í sveitinni og á örugglega eftir að hafa áhrif til lengri tíma.“

Íslandshótel hafa lagt töluverðar upphæðir til samfélags- og líknarmála og eru með sjóð sem reglulega er úthlutað úr. Salvör segir fyrirtækið hafa trú á því að það sé hagur allra að hjálpast að og að þeir sem geti styrki verðug málefni. „Það ­skilar sér alltaf að láta gott af sér leiða og skapar gott karma.“

Unnið í samstarfi við Íslandshótel


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652