Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Á það til að kaupa of mikið af æfingafötum.

$
0
0

Sandra Björg Helgadóttir er 25 ára iðnaðarverkfræðingur og dansari sem vinnur hjá Ölgerðinni og kennir dans í World Class. Hún segist ekki horfa mikið á sjónvarp og notar nánast allan sinn frítíma í aukaæfingar. Hún elskar matinn sem mamma hennar eldar og finnst best að fara með kærastanum í bústað þegar hún á frí.

„Ég er búin að kenna dans undanfarin 9 ár og spinning í 4 ár. Ég útskrifaðist úr iðnaðarverkfræði frá HÍ á síðasta ári og síðan þá er ég búin að vera að vinna hjá Ölgerðinni.“

Staðalbúnaður
„Ég er alltaf í yfirhöfn frá 66°Norður og á nokkrar flíkur frá þeim. Ég á regnkápu, Parka-úlpu og nokkrar svona léttari yfirhafnir, svo það er ágætis úrval. Mér finnst mjög þæginlegt að vera í samfestingi, eða þægilegum buxum, skyrtu og blazer-jakka. Maður vill vera snyrtilegur í vinnunni. Samfestingarnir eru í svolitlu uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Ef það er eitthvað sem ég á of mikið af þá eru það Nike æfingaföt, ég á það til að kaupa of mikið af þeim. Þegar ég klæði mig upp á þá er ég með smá æði fyrir leðurbuxum sem ég á úr Gallerí Sautján og kannski einhverjum víðum bol við þær. Svo bara helst nóg af glingri. Ég versla mest í Zöru, Vero Moda, Nike, 66°Norður og Vila. Ég reyni að versla sem mest erlendis og fer þá gjarnan í H&M og Urban Outfitters, en maður neyðist til þess að versla líka föt hér heima.“

Hugbúnaður
„Ég nýti frítíma minn mikið í langar æfingar. Ég hef gaman að svo mörgum íþróttum. Mér finnst mjög gaman að taka löng hlaup eða fara í Cross Fit með kærastanum mínum sem er Cross Fit þjálfari. Ég fer mikið upp í sumarbústað þegar ég á frí og mér finnst það mjög gott. Ég horfi ekki mikið á sjónvarpið. Ég keypti tveggja mánaða áskrift að Skjá1 í vetur en sagði henni upp, þar sem Dr.Phil var að taka allann minn frítíma. Friends er í miklu uppáhaldi. Síðan hef ég horft á True Detective og Breaking Bad sem eru rosalegir. Svo finnst mér Dexter geggjaður, en samt horfi ég ekki mikið á sjónvarp. Við vinkonurnar eigum það til að enda á B5 þegar við förum á djammið. Okkur finnst samt mjög gaman að byrja kvöldið á Sushi Samba sem er í miklu uppáhaldi eins og Grillmarkaðurinn, sem ég fer oft á. ítalía er líka klassísk. Ég fer oftast á djammið með stelpunum úr dansinum og besta danstónlistin er á B5, svo maður endar yfirleitt þar.“

Vélbúnaður
„Þegar maður er að kenna dans og spinning þá þarf maður að vera með ansi góðan playlista. Ég er með MacBook Pro og er með öll lögin mín þar og ég vinn alla mína vinnu á hana. Tölvan hjálpaði mér líka í gegnum háskólann. Ég er með iPhone 6 og nota mest Runkeeper fyrir hlaup og hjólreiðar. Instagram og Snapchat. Svo nota ég Íslandsbankaappið. Já, appið er alger snilld og svo er Audible app með hljóðbókum sem er frábært. Ég reyni að hlusta á hljóðbækur því ég gefst svolítið upp við lestur, svo þetta er mjög sniðugt.“

Aukabúnaður
„Mamma er svakalegur kokkur og maðurinn hennar líka. Það sem er í miklu uppáhaldi hjá mér er indverskur matur sem hún eldar. Svo finnst mér Saffrankjúklingurinn líka mjög góður. Ég á ekki bíl en er með bíl til umráða í vinnunni. Í sumar hlakka ég mest til þess að fara til Danmerkur í danskt brúðkaup í ágúst, hjá æskuvinkonu minni. Það er sumarfríið mitt í ár. Ég fer frekar í bústað en í útilegu og fer líklegast í hann um verslunarmannahelgina. Ég ætla á Fiskidaginn á Dalvík og dansa í Tinu Turner sýningunni þar. Hún verður líka á Akureyri í október og vonandi í Reykjavík einhverntímann í vetur.“

The post Á það til að kaupa of mikið af æfingafötum. appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652