Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Sífellt fleiri flóttamenn leita til Fjölskylduhjálpar

$
0
0

Fjölskylduhjálp Íslands er eina líknarfélagið sem hefur opið í allt sumar og álagið er því mun meira en venjulega. Ásgerður Jóna Flosadóttir segir sífellt fleiri flóttamenn leita til Fjölskylduhjálpar, en að engum sé vísað frá þrátt fyrir að hafa ekki kennitölu. Hún er ósátt við að stærsta líknarfélag landsins fái ekki að sitja við sama borð og aðrir þegar kemur að styrkveitingum.

Í gærdag úthlutaði Fjölskylduhjálp 700 matarpokum en suma daga er 1000 fjölskyldum úthlutað allt að þremur matarpokum. Það eru helst eldri borgarar, öryrkjar, atvinnulausir, fólk hjá félagsþjónustunni, einstæðir foreldrar og ungt fólk sem nær ekki endum saman um mánaðamót sem þiggur matargjafir. „Útlendingar hafa verið að koma hingað í mörg ár, því þeir geta verið fátækir rétt eins og Íslendingar,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar. „Þetta er til dæmis fólk sem hefur búið hér í mörg ár og er með íslenskan ríkisborgararétt, fólk sem er með dvalarleyfi en enga framfærslu eða fólk með atvinnuleyfi en sem hefur ekki atvinnu. Það er líka töluvert um að útlendingar sem hingað leita séu öryrkjar.“

Vísa engum án kennitölu frá

„Allir sem sækja hingað þurfa að koma með veflykil svo við getum séð skattaframtalið, en við erum með leyfi persónuverndar til að skoða allar upplýsingar um viðkomandi. Svo við sjáum svart á hvítu hvað fólk hefur til ráðstöfunar. En svo ber í auknum mæli á því að hingað komi fólk með enga kennitölu. Við höfum verið að aðstoða flóttafólk frá því að það kom hingað fyrst og fólk sem er með dvalarleyfi en enga framfærslu. Við tökum á móti öllum og við myndum aldrei vísa neinum útlendingi frá, hvort sem hann er með kennitölu eða ekki. Við getum það ekki því við vitum að þetta er fólk sem hefur ekkert á milli handanna. Nú síðast í gær komu hingað tveir hælisleitendur frá Rússlandi, sem eru á aðstoð frá félagsþjónustunni þar sem þeir fá að eigin sögn um 40.000 krónur á mánuði.“

Vilja hærri styrki

Ásgerður Jóna segir Fjölskylduhjálp ekki sitja við sama borð og aðrar líknarstofnanir varðandi styrki. „Við höfum verið starfandi í tólf ár og erum stærsta líknarfélagið. Við höfum verið að aðstoða hælisleitendur frá því að þeir komu hingað fyrst og fólk sem er með dvalarleyfi en enga framfærslu. Við tökum á móti öllum og við myndum aldrei vísa neinum útlendingi frá, hvort sem hann er með kennitölu eða ekki. Við getum það ekki því við vitum að þetta er fólk sem hefur ekkert á milli handanna.“
„Við erum dálítið ósáttar við það að fá ekki meiri stuðning frá borginni því það eru önnur félagasamtök sem fá stuðning í kerfinu út af hælisleitendum, eins og til dæmis Rauði krossinn og Kirkjan. En við erum aldrei teknar inn í myndina þrátt fyrir að vera með allt þetta fólk hjá okkur. Við erum með 5000 fjölskyldur á skrá hjá okkur, við gætum aðstoðað fleiri en reynum að stilla þessu í hóf því eina tekjulindin okkar eru nytjamarkaðirnir. Við fáum 133.000 krónur á mánuði frá Reykjavík en það er bara brotabrot af húsaleigunni. Við erum að taka utan um þetta fólk, rétt eins og aðrir sem fá styrki til þess, og mér finnst því að við ættum að sitja við sama borð.“

Reykjavíkurborg styrkir starf Fjölskylduhjálpar um 133.000 kr. á mánuði en annars treystir Fjölskylduhjálp á að fólk nýti sér nytjamarkaðina. Þeir eru á eftirtöldum stöðum:

Iðufell 14, Reykjavík

Snorrabraut 27, Reykjavík

Hamraborg 9, Kópavogi

Baldursgötu 14, Reykjanesbæ

Austurvegi 1-5, Selfossi

 

The post Sífellt fleiri flóttamenn leita til Fjölskylduhjálpar appeared first on FRÉTTATÍMINN.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652