Bæjar- og útihátíðir ná hámarki um verslunarmannahelgina og það er því ekki úr vegi að leita eftir smá innblæstri. Þó svo að tónlistin sé kannski ekki í aðalhlutverki á öllum útihátíðum hér á landi er vel hægt að sækja innblástur varðandi klæðaval til tónlistarhátíða erlendis. Til að yfirfæra þessar myndir yfir á íslenskan raunveruleika er auk þess ráðlegt að bæta við nokkrum lögum af fötum, en það má gera á marga vegu. Svo lengi sem stígvél, regnkápa og einn pottþéttur aukahlutur, svo sem blómakrans, eru með í för er öruggt að útileguhelgar sumarsins standist væntingar.
Stígvél
Stígvél eru nauðsynlegur útbúnaður á öllum útihátíðum, svo mikið er víst. Hunter-stígvélin hafa notið mikilla vinsælda en það er einnig hægt að finna heilmikið úrval af stígvélum í ódýrari kantinum.
1. Hunter-stígvélin eru allsráðandi á öllum tónlistarhátíðum, enda klassísk og praktísk í senn. Fjólublá stígvél við svarthvítt dress leyfa stígvélunum að njóta sín í allri sinni dýrð.
2. Pastellitir eru einkennandi yfir sumarmánuðina og þessi pastelgrænu Hunter-stígvél lífga svo sannarlega upp á gráa rigningardaga.
3. Hlébarðamynstur er kannski ekki allra en stígvél í þessum stíl klikka ekki. Stígvél: Primark.
4. Það er ekkert sem segir að ekki megi klæðast kjól og stígvélum á sama tíma. Þetta dress sannar það. Stígvél: Hunter.
Regnkápa
Annar nauðsynlegur útbúnaður á útihátíðum er regnkápa eða regnjakki. Hér á landi er allra veðra von svo það er betra að vera vel undirbúinn. Ef sólin lætur svo sjá sig er bara hægt að binda regnjakkann um sig, það gerir heilmikið fyrir lúkkið.
1. Regnjakki í ljósum, fallegum bláum lit og með hettu. Þegar styttir upp er svo hægt að bæta við sólgleraugum og blómakransi.
2. Munstraður regnjakki setur skemmtilegan svip á heildarlúkkið.
Blómakrans
Fallegt höfuðskraut eins og blómakrans er tilvalinn fylgihlutur á útihátíðina. Sumarlegt, líflegt og sannkallað augnakonfekt. Hægt er að fjárfesta í einum slíkum eða útbúa sinn eigin með villtum blómum úr náttúrunni.
1. Fjólublár, hvítur og svartur krans ásamt öðrum töff fylgihlutum.
2. Bleikur krans með stórum rómantískum rósum.
3. Minimalískur blómakrans kemur einstaklega vel út í fléttuðu hárinu.
The post Útihátíðatískan appeared first on FRÉTTATÍMINN.