Helga lætur af störfum sem framkvæmdastjóri SAF
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Tekur við starfi framkvæmdastjóra Blue Lagoon Journeys ehf. 1. júní nk.
Helga Árnadóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar frá 1. desember 2013, hefur ákveðið að láta af störfum. Hún hefur verið ráðin til Bláa Lónsins sem framkvæmdastjóri Blue Lagoon Journeys ehf., dótturfélags Bláa Lónsins, sem vinnur að þróunarverkefnum félagsins.
Helga hefur leitt starfsemi samtakanna undanfarin 4 ár, á mestu uppgangstímum í íslenskri ferðaþjónustu. Stjórn SAF þakkar Helgu fyrir frábært starf í þágu greinarinnar og óskar henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.