Jarðskjálfti af stærðinni 7,2 mældist í Oaxaca-fylki sem er staðsett í suður hluta Mexíkó
Jarðskjálfti af stærðinni 7,2 mældist í Oaxaca-fylki sem er staðsett í suður hluta Mexíkó um miðnætti. AP fréttastofan greindi frá því að skjálftinn hefði fundist vel í Mexíkóborg og að þar hefðu byggingar skolfið.
Eftirskjálftar urðu eftir hinn mikla skjálfta og sá stærsti mædist af stærðinni 5,8 skammt frá upptökum fyrri skjálftans og varð hann klukkan hálf eitt.
Fólk varð mjög hrætt í Mexíkóborg og hljóp út á götu til þess að vera ekki í byggingum á þessum hættu tíma en enginn lét lífið í skjálftunum.
The post Jarðskjálfti af stærðinni 7.2 appeared first on Fréttatíminn.is.