Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Búið að opna fyrir umferð – Rúmlega hundrað svínaskrokkar stoppuðu umferð

$
0
0
Rúmlega hundrað svínaskrokkar stoppuðu af alla umferð 

Búið er að opna veginn í suður frá afrein upp á Miklubraut og er Sæbrautin loksins opin til suðurs en það varð að loka henni í tvo tíma. Eftir að gámur á flutningabíl með rúmlega hundrað svínaskrokkum datt af bílnum og hafnaði á veginum, þannig að skrokkarnir lágu um allan veg og stoppuðu af alla umferð.

Mjög miklar umferðartafir urðu og langar biðraðir sem mynduðust í marga kílómetra og í langan tíma var öll umferð stopp á svæðinu.

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu hafði þetta um málið að segja:

,, Miklar umferðartafir voru á höfuðborgarsvæðinu í morgun eftir að tugir kjötskrokka féllu af flutningabíl á Sæbrautinni á áttunda tímanum í morgun og grípa þurfti til lokunar þar. Má segja að allt hafi farið í hnút, en sumir vegfarendur voru vel á aðra klukkustund á leið til vinnu af þessum sökum. Ástandið var einna verst hjá þeim sem komu úr austurborginni og Mosfellsbæ og óku Vesturlandsveg og Miklubraut í vestur. Staðan á Sæbraut og Reykjanesbraut var með sama hætti, en óhappið undirstrikar að mörgu leyti hversu gatnakerfið er viðkvæmt og ekki þarf mikið til svo umferðin svo gott sem stöðvast.“

The post Búið að opna fyrir umferð – Rúmlega hundrað svínaskrokkar stoppuðu umferð appeared first on Fréttatíminn.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652