Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Strand kirkja framleiðir eigið rafmagn – ,,Nú notum við orkuna sem að Guð gefur okkur“

$
0
0
Strand kyrkje í Stau, í Noregi er fyrst allra til þess að fá sólarþak sem framleiðir rafmagn

Þetta er þriðja dagurinn minn við smíðar á þakinu og það hefur verið nóg af sólskininu síðastliðna daga. Það er gott, segir Tor Sigurd Gilje brosandi, þar sem að hann stendur á stillasa á þaki Strandarkirkjunnar sem að heitir á norsku Strand kyrkje og er í bænum Stau í Noregi. 150 ára gömul kirkja með nýju þaki þar sem að sólarplötur fyrir um 20 milljónir er verkefnið sem að unnið er að varðandi skipti á þaki kirkjunnar. Raforku framleiðsla þaksins eru um 22.000 kílówatt stundir á ári.

Sóknarpresturinn telur að það sé vel við hæfi og sanngjarnt að kirkjan fái nú þá raforku sem að hún þarf, beint frá æðstu yfirvöldum á himni.
,,Nú notum við orkuna sem að Guð gefur okkur í gegnum sólina. Ég held líka að þetta sé hluti af æðri mætti sem menn og kristnir hafa fengið afnot af og verður auðsjáanlega auðlind fyrir bæði samtímann og framtíðina.“ segir presturinn, Martin Ivar Arnesen.

Héldu að kirkjan mundi ekki samþykkja sólar þak

En það var ekki einfalt ferli að fá grænt ljós fyrir sólar þaki á kirkjuna. Vegna þess að það eru strangar reglur varðandi hina 150 ára kirkjubyggingu, segir formaður kirkjunefndar, Trond Hjorteland. ,,Það sem byrjaði eins og svolítið brjálað hugmynd fyrir tveimur til þremur árum hefur nú orðið að veruleika. Ég hélt að Ríkið og Biskupinn mundu setja fótinn fyrir dyrnar varðandi verkið, en þvert á móti þá gerðu báðir aðilar okkur kleift að ljúka þessu verkefni, sem er það fyrsta í Noregi af sínu tagi, segir Hjorteland.

Nú hefur sólarþakið í Strandkirkju verið tilraunaverkefni landsins til þess að sjá hvort þetta sé líka góð lausn fyrir aðrar kirkjur í Noregi.

,,Áður fyrr var oft kalt í kirkjunni en núna hefur ég orku sem getur gefið okkur góða hlýju.
Ég er með tölur mörg ár aftur í tíma og meðaltals eldsneytisnotkun hefur verið 90.000 kílówött á ári.“ segir sóknarpresturinn, Arnesen.

The post Strand kirkja framleiðir eigið rafmagn – ,,Nú notum við orkuna sem að Guð gefur okkur“ appeared first on Fréttatíminn.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652