Allir sakborningarnir fimm í stóra markaðsmisnotkunarmáli Glitnis voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jóhannes Baldursson var dæmdur í tólf mánaða fangelsi
Lárusi Welding, fyrverandi forstjóra bankans, var ekki gerð refsing en hinir sakborningarnir hlutu allir skilborðsbundna fangelsisdóma.
Fimm fyrrverandi starfsmenn Glitnis voru fundnir sekir í markaðsmisnotkunarmáli bankans í héraðsdómi í dag. Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, hafði þegar hlotið refsihámark vegna brota sem þessara og nýtur þar með frihelgi gagnvart frekari dómum vegna laga þar um. Annars hefðu væntanlega bæst við fleiri dómar við þá dóma sem að Lárus hefur þegar hlotið og fangelsisvist hans hugsanlega lengst í kjölfarið. En vegna þess að lögin banna viðbótar fangelsisdóma við það hámark sem að Lárus hefur náð í efnahagsbrotum, þá má túlka það sem bónus. Lárus var ákærður fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun að þessu sinni.
Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis var dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi, en hann hafði áður verið dæmdur til 5 ára fangelsisvistar í öðrum efnahagsbrota málum.
Þrír starfsmenn bankans, þeir Jónas Guðmundsson, Valgarð Már Valgarðsson og Pétur Jónasson, voru dæmdir skilorðsbundið fangelsi. Jónas var dæmdur í 12 mánuði, Valgarð 9 mánuði og Pétur 6 mánuði. Þeir voru allir ákærðir fyrir markaðs misnotkun.
Sjálfir höfðu þeir áður lýst sjálfum sér ,,sem einskonar starfsmönnum á plani.“ fyrir dómi. Saksóknari fór fram á eins árs hegningarauka yfir Jóhannesi en við aðalmeðferð sagði hann að ótvírætt væri að brotin hefðu verið framin með vitund og vilja Jóhannesar og Lárusar.
The post Allir sakborningar í stóra markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sakfelldir – Margdæmdur og hámarks refsingu náð appeared first on Fréttatíminn.is.