Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Allir sakborningar í stóra markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sakfelldir – Margdæmdur og hámarks refsingu náð

$
0
0
Allir sakborningarnir fimm í stóra markaðsmisnotkunarmáli Glitnis voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjavíkur.  Jóhannes Baldursson var dæmdur í tólf mánaða fangelsi

Lárusi Welding, fyrverandi forstjóra bankans, var ekki gerð refsing en hinir sakborningarnir hlutu allir skilborðsbundna fangelsisdóma.

Fimm fyrr­ver­andi starfs­menn Glitn­is voru fundn­ir sek­ir í markaðsmis­notk­un­ar­máli bank­ans í héraðsdómi í dag. Lár­usi Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, hafði þegar hlotið refsi­há­mark vegna brota sem þess­ara og nýtur þar með frihelgi gagnvart frekari dómum vegna laga þar um. Annars hefðu væntanlega bæst við fleiri dómar við þá dóma sem að Lárus hefur þegar hlotið og fangelsisvist hans hugsanlega lengst í kjölfarið. En vegna þess að lögin banna viðbótar fangelsisdóma við það hámark sem að Lárus hefur náð í efnahagsbrotum, þá má túlka það sem bónus. Lár­us var ákærður fyr­ir umboðssvik og markaðsmis­notk­un að þessu sinni.

Jó­hann­es Bald­urs­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri markaðsviðskipta Glitn­is var dæmd­ur í 12 mánaða skilorðsbundið  fang­elsi, en hann hafði áður verið dæmdur til 5 ára fang­elsisvistar í öðrum efnahagsbrota mál­um.

Þrír starfs­menn bank­ans, þeir Jón­as Guðmunds­son, Val­g­arð Már Val­g­arðsson og Pét­ur Jónas­son, voru dæmd­ir skil­orðsbundið fang­elsi. Jón­as var dæmdur í 12 mánuði, Val­g­arð 9 mánuði og Pét­ur 6 mánuði. Þeir voru allir ákærðir fyr­ir markaðs mis­notk­un.

Sjálfir höfðu þeir áður lýst sjálf­um sér ,,sem einskon­ar starfs­mönn­um á plani.“ fyrir dómi. Sak­sókn­ari fór fram á eins árs hegn­ing­ar­auka yfir Jó­hann­esi en við aðalmeðferð sagði hann að ótví­rætt væri að brot­in hefðu verið fram­in með vit­und og vilja Jó­hann­es­ar og Lár­us­ar.

 

 

The post Allir sakborningar í stóra markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, sakfelldir – Margdæmdur og hámarks refsingu náð appeared first on Fréttatíminn.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652