Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Kona dæmd í átta mánaða fangelsi fyrir tálmunarofbeldi – Varðar sektum eða fangelsi allt að 16 árum, eða ævilangt

$
0
0

Kona var dæmd í átta mánaða fangelsi, skil­orðsbundið, fyr­ir að fara með dótt­ur sína til út­landa í tíu mánuði. Án leyf­is barns­föður síns en þau fara með sam­eig­in­lega for­sjá barns­ins

Konan er íslenskur ríkisborgari en er af erlendum uppruna. Samkvæmt vottorði sakaskrár ríkisins hefur hún ekki áður verið dæmd til refsingar.  

Brot gegn 193. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 varðar sektum eða fangelsi allt að 16 árum eða ævilangt.

Við ákvörðun refsingar konunnar er litið til skýlausrar játningar hennar. Einnig er, til refsiþyngingar, litið til alvarleika brotsins en ákærða braut gróflega gegn lögvörðum rétti stúlkunnar og föður hennar á um tíu mánaða tímabili. Af hálfu ákærðu er á því byggt að rót þeirra atvika sem leiddi til brots hennar sé sú faðir stúlkunnar hafi ekki staðið við gerðan samning um að færa lögheimili stúlkunnar til ákærðu. Játaði hún ský­laust brot sitt en hún hef­ur ekki áður verið dæmd til refs­ing­ar. Er hún dæmt fyr­ir brot á 193. grein al­mennra hegn­ing­ar­laga sem varðar sekt­um eða fang­elsi allt að 16 árum.

Konan hafi upplifað það sem svik og telur að líta beri til þessa henni til málsbóta og einnig til þess að hún hafi sagt föður stúlkunnar frá för þeirra mæðgna erlendis, þegar þær voru á leið þangað og að á meðan stúlkan var þar hafi hún ítrekað verið í samskiptum við föður sinn. Konan hafði löglegar leiðir til að leita réttar síns teldi hún að faðir stúlkunnar hefði brotið gegn rétti sínum.

Með hliðsjón af því og málsatvikum öllum er því hafnað að líta sérstaklega við ákvörðun refsingar til ætlaðs samningsbrots föður stúlkunnar eða til þeirra takmörkuðu samskipta sem voru á milli stúlkunnar og föður hennar á þessu tímabili.

Með vísan til framangreinds, og með hliðsjón af refsimörkum framangreindrar 193. gr., þykir refsing konunnar hæfilega ákveðin fangelsi í átta mánuði en fresta skal fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að tveimur árum liðnum haldi ákærða almennt skilorð. Dómurinn var kveðinn upp þann 6. mars í Héraðsdómi Reykjavíkur.                     Þá þarf konan að greiða 800.000 króna þóknun til skipaðs verjanda síns.

The post Kona dæmd í átta mánaða fangelsi fyrir tálmunarofbeldi – Varðar sektum eða fangelsi allt að 16 árum, eða ævilangt appeared first on Fréttatíminn.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652