Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Ennþá hækkar Costco verðin

$
0
0

Kvartanir hrúgast inn á Facebook síðunni: Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð. vegna verðhækkana á ýmsum vörum.

Hér má sjá nokkur brot af verðhækkunum:

 

 

 

 

 

 

 

BBQ Pulled Pork 960gr var fyrir mánuði síðan á rúmar 1.900 krónur en í dag er það á 2.749 krónur eða rúmum 700 krónum dýrara.

 

 

Hér eru einnig ábendingar sem að hafðar hafa verið uppi varðandi stöðugar verðhækkanir í Costco og það á sama tíma og íslenska krónan er búin að vera mjög sterk gagnvart öðrum gjaldmiðlum, bæði I Ameríku og í Bretlandi. Þannig að ekki er hægt að skýra örar hækkanir út af neikvæðu gengi. Engar skýringar hafa borist frá Costco vegna verðhækkana.

 

77% hækkun á Tropicana safa. Var 679 krónur fyrir áramót en verðið er 1.199 krónur í dag

 

Mikil reiði er á meðal netverja í Costco hóp eftir að í ljós kom 77% hækkun á Tropicana safa, fjórir saman í pakka frá því fyrir áramót. Þrátt fyrir styrkingu krónunnar.

Við gátum þess fyrir skemmstu að Costco hefði hækkað bensín mest ásamt Dælunni og olli sú hækkun neytendum vonbrigðum. Vegna þess að fólk vill trúa því að Costco eigi að geta staðið sig betur en t.d. minni smásalar í krafti stærðar sinnar.

Fleiri vörutegundir hafa hækkað talsvert að undanförnu eins og t.d. Mozzarella ostur, gríska jógúrtið og margt fleira.

Er Costco ævintýrið búið ?

Costco kom til landsins með látum s.l. sumar og var margur íslendingurinn mjög ánægður með lækkanir á vöruverði í kjölfarið ásamt þeirri samkeppni sem myndaðist á markaði.

Rakblöð, dekk, ávextir, raftæki og fleiri vörur lækkuðu mjög hratt í verði ásamt bensíni, smurolíu ofl.

Margir ætla ekki að endurnýja Costco kortið

Háar, hraðar og óvæntar hækkanir munu líklega valda meiri usla en nú hefur orðið og eru spár á þann veg að stór hluti Coscto korthafa muni endurnýja áskrift sína í verslunina skv. óformlegri könnun á netinu.

,,Maður talar ekki illa um Costco“ sagði fólk á facebook þegar að við birtum fréttina um hækkunina á bensíninu. Var fólki hent út af aðal síðu Cosco fyrir að tjá sig eða deila fréttinni, þannig að ummælin virðast eiga við rök að styðjast a.m.k. hjá sumum.

Við munum fylgjast með verðum hjá öllum söluaðilum á landinu og endilega sendið okkur upplýsingar um verðbreytingar á: neytendur@frettatiminn.is

Við viljum að sjálfsögðu fá líka fréttir af verðlækkunum og upplýsingar um vörur og þjónustu til þess að allra hluta sé gætt.

Enn hækkar bensínið hjá Costco! En verðið þar var um 30 krónum ódýrara hjá þeim en hjá gömlu olíufélögunum – Nú er sagan önnur og örar hækkanir hafa verið undanfarna mánuði

Við erum með nokkrar kvittanir vegna bensínsölu hjá Costco og á þeim má greina örar hækkanir eins og áður hefur verið farið yfir eða fyrir um mánuði síðan.

Þá hafði Costco hækkaði eldsneyti mest ásamt Dælunni eða um 11.4% og nam sú hækkun Costco meira en helmingi meira miðað við rúmlega 5% hækkun hjá gömlu olíufélögunum á sama tíma.

Miðað við þá hækkun, minnkar verðbilið snarlega en Costco hefur nú á mánuði tæpum hækkað verðið um 3 krónur til viðbótar við 11.4% hækkun áður.

Við kíktum við á bensínstöð Cosco í Garðabæ. Þann 9. janúar s.l. og þá var verðið á bensíni hjá Costco 186.90 krónur líterinn en nú 189.90

96.185 íslendingar leyndir upplýsingum – Það er fjöldi íslendinga í dag á Costco síðunni

Á Costco síðunni :  Keypt í Costco Ísl.- Myndir og verð á Facebook hefur fréttum okkar alltaf verið eytt út af vefnum þegar að viðskiptavinir hafa viljað deila upplýsingum um hækkanir í Costco og höfum við fengið kvartanir. Stjórnandi síðunnar er ein skráð Sólveig B. Fjólmundsdóttir en það vekur upp spurningar um hvort að aðilar tengdir Costco stýri síðunni líka. En sagt er að fjölmargir aðilar sjái um síðuna án þess að geta hverjir það eru. Sérstaklega er getið að Sólveig B. Fjólmundsdóttir stjórni en hún er leppur fyrir huldufólk.

Bara má nefna gleðifréttir og góðar er varða verslunina en ekki hækkanir sem þessar og vekur það upp tortryggni að málfrelsi sé bannað á meðal viðskiptavina og að umræðunni sé stjórnað og stýrt á bak við tjöldin af huldufólki. Við eigum því ekki að venjast á Íslandi.

Sérstaklega er nefnt að það gildi einu hvort að upplifun af vörum Costco sé jákvæð eða neikvæð!

Þetta er bara bull því að huldufólkið sem að stýrir síðunni eyðir neikvæðum fréttum er varða verðhækkanir.

Gert var grín að slíkri íslenskri meðvirkni í áramótaskaupi sjónvarpsins. ,, Þú talar ekki illa um Costco“ 

Í dag tæpum mánuði síðar hefur verðið hækkað um 3 krónur hjá Costco eða í 189.90 en þess ber að geta að bensínið kostaði 164.90 í lok júní s.l. og hefur því hækkað um samtals 25 krónur á tímabilinu. En það er u.þ.b sá verðmunur í krónum talið sem að Costco hafði gagnvart gömlu olíufélögunum þegar að Costco opnaði. Á sama tíma hefur dollar lækkað niður í um 100 kr. gagnvart íslensku krónunni.

En Costco býður félagsmönnum sínum ekki upp á afsláttarkort eins og hinar bensínstöðvarnar gera.

Viðskiptavinir verða að greiða fyrir viðskiptakort hjá Costco, 4.800 krónur til þess að mega versla bensín á bensíndælum sem standa á lóð verslunar Costco.

Hinar bensínstöðvarnar hafa verið að hækka verð um liðlega 5% en Costco rúmlega helmingi meira.

Óánægður viðskiptavinur kvartaði á einni af Facebook síðum aðdáenda Costco nýlega um að verðið væri orðið allt of hátt og að Costco hefði hækkað verðið mest á bensíni af bensínstöðvum landsins. ,,Nú er ég hættur að verzla í Costco. Fæ bensín á sama verði og þar með afsláttarkorti hjá öðrum. Ath. ég keypti kort á um 5.000 kr. hjá Costco en þurfti ekkert að borga fyrir afsláttarkort hjá minni bensínstöð. Ævintýrið er búið. Costco er komið í bensínsamráðshópinn.’’ sagði hinn óánægði viðskiptavinur.

Í samtali við viðskiptavininn kom fram að hann kaupir talsvert magn af bensíni og fær því góðan afslátt með afsláttarkorti og að því borgi það sig ekki lengur að keyra í Garðabæ eftir bensíninu eftir hækkanirnar þar. Bíða svo í langri röð sem getur verið tímafrekt en það gerði hann áður en þeir fóru að hækka verðið.

Hér er frétt frá 9. janúar s.l. um verðhækkanir Costco

FÍB hefur tekið saman verðþróun eldsneytis frá því í ágúst 2017 og skv. þeirri skýrslu hefur Costco hækkað verð á bensíni lang mest eða um 19 krónur líterinn og um er að ræða 11.4% hækkun á fjórum mánuðum ásamt Dælunni sem hefur hækkað um 11.7% á sama tímabili. Verðin voru mjög svipuð hjá öllum bensínstöðvum á Íslandi þar til að Costco opnaði með verð sem var mun lægra við opnun en nú hefur sá munur minnkað vel .

Við munum fylgjast mjög vel með þróun þessara mála og upplýsa eftir þörfum.
Það er greinilegt í dag að neytendur verða að vera vakandi yfir snöggum breytingum á markaði og jafnvel leita afsláttar og tilboða hjá þeim bensínstöðvum sem að veita slíkt.

Fréttatíminn fylgist með verðlækkunum og hækkunum í verslunum á Íslandi.

Ert þú með fréttaskot ?
Hafðu samband á frettatiminn@frettatiminn.is

 

 

 

The post Ennþá hækkar Costco verðin appeared first on Fréttatíminn.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652