San Marcos fyrirtækið hefur afhjúpa nýja kynlífsdúkku sem er eiginlega vélmenni og hefur nafnið, Harmony sem er fagurleggjuð kynlífsdúkka, vélmenni og með einkaleyfi fyrirtækisins. Höfuð hennar er með forritanlegum persónuleika og minni
Fréttir af nýjustu uppfinningunni hefur farið víða um heim en framleiðandinn hefur verið að gera raunverulegar kísil kynlífsdúkkur í 20 ár
Talsmenn kvenna segja að eigendur gætu raunverulega æft áætlað ofbeldi tengdum kynferðislegum athöfna-um með kynlífsdúkkum.
En McMullen, forstjóri og framleiðandi dúkkunaverksmiðju Abyss Creations, segir gagnrýnendur Harmony hafa rangt fyrir sér.
Hann sér Harmony meira sem traustan félaga og maka, og viðræðufélaga eins og Siri í Apple, en þó enn færari um skynsamlega samtöl og segja t.d. góða brandara ofl.
,,Það versta sem hún getur hugsanlega gert, er að móðga þig. Allar hugmyndir um kynlífs vélmenni eru mjög spennandi. En Harmony er háþróað kynlífsvélmenni og hönnun þess mun halda áfram og sérstök áhersla er einnig lögð á að vélmennið verði fært í samtölum, „sagði hann.
Fyrir gagnrýnendur sem segja að kynlífadúkkurnar valda umróti í samfélaginu í formi kvenkyns kynlífs þrælahaldi, þá segir McMullen þau rök „alveg fáránleg“.
,,Þetta er ekki ætlað til þess að skipta konunni út hjá karlmönnum eða til þess að stuðla að stríði við konur. Vélmenni hafa engin réttindi,“sagði hann.
,,Ætti brauðristin mín að neita að rista brauðið mitt? Ætti Teslan mín að getað neitað að keyra mig í vinnuna á hverjum morgni?“ segir McMullen.
Harmony er falleg, andlit hennar er ótrúlega mannlegt. Augun hennar hreyfast, augnlok hennar skína, augabrúnir hennar rísa, hún getur snúið höfuðinu, hreyft hökuna og breytt andlitinu. Og þegar andlitshreyfillinn og Bluetooth-hátalarinn eru í spjallstillingum getur hún talað eins og kona og spurt þig t.d. hvort þú vilt heyra brandara eða ljóð en Harmony er talin víða um heim, mest vísindalega háþróaða mannlega vélmennið í heiminum.
McMullen ólst upp við að teikna, mála og vinna á fjölmiðlum áður fyrr. Hann uppgötvaði ástríðu fyrir myndhögg þar sem hann sérhæfði sig í að búa til líflegar kvenkyns verur 12 til 18 cm á hæð. Þessi hæfileiki nýttist í starfi hans hjá Halloween grímuverksmiðju í San Diego þar sem hann lærði einnig tækni við að búa til mót.
Einn dag fór hann í búð þar sem að hann sá mjög raunverulegar dúkkur og varð fyrir miklum áhrifum og ákvað að búa til kvenkyns dúkku, svo raunverulega að fólk teldi hana vera alvöru konu. Árið 1997 hleypti hann svo af stað Abyss Creations með það að markmiði að selja fullbúnar dúkkur sínar.
,,Ég sá tækifæri til að gera það sem ég elskaði, sem var list“
Síðan 1997, hefur Abyss Creations sérsmíðað og selt næstum 8.000 raunverulegar dúkkur eða “real dolls,, sem er vörumerkið fyrir kynlífs dúkkurnar, í Bandaríkjunum sem og Bretlandi, Þýskalandi, Japan, Kína og Ástralíu.
Kaupendur geta valið úr 16 líkamsbyggingum, 31 andliti og fimm húðlitum. Einnig geta þeir valið augnlit, hárlit og handmálun eins freknur og svo stærð brjósta sem eru sérsniðin sílikon kísillbrjóst og hægt að velja ýmsar tegundir af geirvörtum, litum og stíl, allt eftir smekk hvers og eins.
Dúkkurnar eru frá 38 til 55 kg. og geta verið allt að yfir meter á hæð. Flestar pantanir eru á kvenkyns dúkkum. Sumar dúkkur, þar á meðal Harmony, eru hannaðar með skiptanlegum segulsviðum svo eigandinn geti skipt um hegðun og persónuleika dúkkunar.
RealDolls eru fáanlegar á verðbilinu 4.000 til 6.000 dollara stykkið en verðið getur verið allt að 50.000 dollarar í sérpöntunum. Abyss uppfyllir allar pantanir sem að kaupandinn óskar en aðal notkun RealDolls er fyrir kynlíf og félagsskap, en fyrirtækið hefur einnig gert dúkkur fyrir sjónvarpsþætti þar á meðal „Nip / Tuck“ og „CSI: New York“ og kvikmyndin „Lars og Real Girl.“
Eigandinn getur valið eiginleika líkamans, persónuleika, (feimin, næm, viðkvæm, skemmtileg, opin og skapandi t.d.) Rödd og jafnvel hreim eftir svæði. Hún getur einnig verið forrituð til þess að þekkja eiganda sinn.
Möguleikar Harmony er nánast endalausir en hún er forrituð á þann hátt sem óskað er eftir og ef þú verður leiður á persónuleikanum, skiptir þú bara einfaldlega um forrit. Þarft ekki að „skilja“ við hana, bara einfaldlega skiptir um forrit og færð nýja persónu og engir eftirmálar eða leiðindi eins og verða t.d. við skilnað fólks.
Hingað til hafa nokkur þúsund Harmony AI forrit verið keypt um allan heim og McMullen sagði að sumir notendur séu að tala við dúkkuna sína í allt að 10 klukkustundir á dag.
Nýtt höfuð er nú í boði sem er með Bluetooth hátalara og á næsta ári mun fylgja með heyrnartól fyrir eigendur Harmony og app fyrir IOS kerfi.
Í vinnslu eru augu fyrir Harmony með innbyggðum myndavélum sem hjálpa henni að lifa lífinu eins og raunveruleg kona og svo er verið að forrita hana þannig að hún geti faðmað og haldið utan um eigandann t.d. þegar hann kemur þreyttur heim úr vinnunni.
Tækifærin eru eins og ég sagði, endalaus og það sem við erum að gera er án landamæra.“ sagði hann að lokum.
The post Kynlífsvélmenni nánast mannleg – Myndbönd og myndir appeared first on Fréttatíminn.is.