,,Hvernig í ósköpunum dettur ríkisstjórninni í hug að ætla að auka útgjöld vegna utanríkismála um marga milljarða á næstu árum?!“
Óli Björn Kárason, alþingismaður, birtir afar skýra og aðgengilega grein í Morgunblaðinu um útgjaldaþróun ríkisins næstu fimm ár eins og hún birtist í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.
Í töflum, sem birtast með grein þingmannsins vekur einn þáttur sérstaka athygli.
Í fjórða sæti yfir þá kostnaðarliði, sem hækka hlutfallslega mest á tímabilinu 2017-2023 eru utanríkismál en gert er ráð fyrir að framlög til þeirra aukizt um 32%.
Þau eiga að hækka meira hlutfallslega en framlög til örorku og fatlaðra. Og meira en framlög til sjúkrahúsaþjónustu og aldraðra.
Hvað veldur og hverjum dettur þetta í hug?
Ísland er örríki og hefur nánast engin áhrif á alþjóðavettvangi.
Utanríkisþjónustur eins og þær eru reknar í dag eru 19. aldar fyrirbrigði.
Við getum auðveldlega komist af með mun færri sendiráð en nú eru rekin í öðrum löndum. Mörg þeirra hafa litlum sem engum verkefnum að sinna.
Hvernig í ósköpunum dettur ríkisstjórninni í hug að ætla að auka útgjöld vegna utanríkismála um marga milljarða á næstu árum?!
Lærðu stjórnmálamenn og embættismenn ekkert af því að sóa á annað þúsund milljónum króna af almannafé í vonlausa tilraun til að komast í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en þangað áttum við ekkert erindi? Segir Styrmir Gunnarsson fyrrverandi rirstjóri Morgunblaðsins.
The post Meiri hlutfallsleg aukning til utanríkismála en öryrkja, fatlaðra, aldraðra og sjúkrahúsaþjónustu appeared first on Fréttatíminn.is.