Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Nýtt bandalag innan verkalýðshreyfingarinnar undirbýr skæruhernað frá áramótum

$
0
0

Nýtt bandalag innan verkalýðshreyfingar-innar undirbýr skæruhernað frá áramótum

Tvennt er ljóst af fyrstu fréttum af ræðum verkalýðsleiðtoga í dag, 1.maí.

Í fyrsta lagi að verkalýðshreyfingin mun fara fram á þessu ári með stífar kröfur um lög á fasteignafélög, sem takmarki svigrúm þeirra til hækkunar á húsaleigu.

Þær kröfur munu kalla fram ólík viðbrögð innan stjórnarflokkanna. Sjálfstæðismenn munu segja sem svo: Það kemur ekki til greina að takmarka frelsi á húsnæðismarkaðnum.

Innan VG má telja víst að mikill stuðningur verði við þessar kröfur.

Framsóknarmenn munu standa mitt á milli.

Hitt sem ekki fer á milli mála enda ekki farið með það í felur, að til er orðið bandalag nýrra verkalýðsleiðtoga og andófsmanna sem fyrir voru. Þetta bandalag ætlar bersýnilega að hefja skæruhernað á vinnumarkaði frá áramótum hafi ekki náðst samkomulag við ríkisstjórn um ýmis konar aðgerðir fyrir lok ársins.

Það er varasamt fyrir stjórnarflokkana að yppta öxlum og láta sem ekkert sé.

Hin alþjóðlega verkalýðshreyfing snýst gegn hnattvæðingu – hvað gera jafnaðarmenn á Íslandi?

Helztu talsmenn hnattvæðingar eru jafnaðarmenn, bæði hér á Íslandi og annars staðar í heiminum.

Þótt reynslan hafi sýnt að hnattvæðing er helzta orsök vaxandi ójöfnuðar í heiminum hafa jafnaðarmenn þann veruleika að engu. Í nafni þeirrar alþjóðavæðingar, sem alla tíð hefur verið grundvallarþáttur í lífsskoðun þeirra, halda jafnaðarmenn áfram að boða hnattvæðingu/alþjóðavæðingu.

Verkalýðshreyfingin og þar á meðal hér hefur haldið við alþjóðahyggjuna en nú er það að breytast. Í 1. maí yfirlýsingu Alþjóðasamtaka verkalýðsfélaga, sem birt er m.a. á heimasíðu ASÍ segir m.a.:

„Lýðskrumi og útlendingahatri vex fiskur um hrygg, í krafti almennrar óánægju sem nærist á ójöfnuði og óöryggi, einkennum misheppnaðrar hnattvæðingar nútímans.“

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort verkalýðshreyfingin hér fer að átta sig á afleiðingum hnattvæðingarinnar en sennilega eru ekki miklar líkur á að þeir sem kalla sig jafnaðarmenn geri sér grein fyrir hvað er að gerast. Hinir háskólamenntuðu róttæklingar, sem hafa yfirtekið bæði Samfylkingu og VG sjá ekki það sem næst þeim er. “ Segir Styrmir Gunnarsson, f.v. ritstjóri Morgunblaðsins í dag.

The post Nýtt bandalag innan verkalýðshreyfingarinnar undirbýr skæruhernað frá áramótum appeared first on Fréttatíminn.is.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652