Góð gúmmístígvél eru frábær viðbót í skósafnið, sérstaklega þegar fer að hausta og rigningardögunum fer líklega að fjölga. Gúmmístígvél þurfa hins vegar engan veginn að vera púkó, úrvalið í verslunum landsins er með besta móti nú þegar haustsendingarnar fara að hrannast inn. Á hinum ýmsu netsíðum sem senda til Íslands er svo hægt að gera góð kaup á síðsumarsútsölum. Hér má líta á nokkur pör sem myndu sóma sér vel á íslenskum rigningardögum.
1. Ilse Jacobsen: 23.600 kr.
Ökklastígvél í öllum regnbogans litum. Stígvélin eru ullarfóðruð og úr öndunarefni.
2. Net-A-Porter.com: 10.300 kr. (£ 49,36)
Há Hunter Original stígvél. Ólívugrænn verður áberandi litur með haustinu.
3. Bianco: 8.995 kr.
Ökklastígvél með grófum sóla og 3 cm hæl.
4. Zara: 9.995 kr.
Glansáferðin og keðjan, sem er einnig úr gúmmíi, setja punktinn yfir i-ið.
5. Surfdome.com: 11.600 kr. (£ 55,99)
Millihá Hunter stígvél. Skemmtilega öðruvísi en klassísku Hunter stígvélin.
6. Bianco: 11.990 kr.
Virðast ekki vera gúmmístígvél við fyrstu sýn, en eru það svo sannarlega.
7. Ilse Jacobsen: 26.900 kr.
Ullarfóðruð millihá stígvél úr öndunarefni.
The post Glæsileg gúmmístígvél appeared first on FRÉTTATÍMINN.