Fjölga þarf fátækrahverfum í Reykjavík – Ný Braggahverfi eru lausnin, 100 ára afturför




Dagur B. Eggertsson og hans fólk var harðlega ávítt af Umboðsmanni Alþingis
Í áliti Umboðsmanns Alþingis var Reykjavíkurborg ávítt fyrir þá stöðu sem upp er komin í málaflokki heimilislausra og utangarðsfólks. Í álitinu er sagt að Reykjavíkurborg hafi ekki tryggt utangarðsfólki aðstoð við vandamálum sínum með fullnægjandi hætti: „Þegar þessi atriði og umgjörð við úrlausn á húsnæðisvanda utangarðsfólks hjá Reykjavíkurborg séu virt heildstætt, skorti á að Reykjavíkurborg tryggi utangarðsfólki, svo fullnægjandi sé, aðstoð við lausn á bráðum húsnæðisvanda í samræmi við ákvæði laga nr. 40/1991, eins og þau verða túlkuð í ljósi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og fjölþjóðlegra mannréttindareglna. Umboðsmaður komst einnig að þeirri niðurstöðu að reglur Reykjavíkurborgar um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur fullnægi ekki kröfum sem gera verður til skýrleika reglna um skilyrði sem í reynd eru sett fyrir úthlutun húsnæðis.“
Fólk kom skilaboðum til þessa hústökufólks sem er í Ráðhúsinu, um að það óskaði ekki lengur eftir starfskröftum þess þar sem að það hefur brugðist á svo marga vegu. Ekki bara í þessum málum, heldur svo mörgum öðrum.
Það er sárt að þurfa að horfa upp á það að lýðræðið er fótum troðið af valdasjúku fólki sem er hústökufólk í stjórnarráði borgarinnar. Fólki sem að grætur krókudílatárum yfir nýrri stjórnarskrá og kemur alltaf fram sem úlfar í sauðagærum þegar að á reynir. Ekki vantar smjaðrið fyrir kosningar, þar sem að þetta pakk býður sig eins og hórur á götuhorni og lofar öllu fögru bara ef það fær greiðslu, sem er atkvæðið. Bara svo það geti verið í vellaunuðu fríi og notið allra lífsins gæða á kostnað okkar. Þetta fólk er þarna fyrst og fremst fyrir sig en ekki heimilislausa eða aðra og hræsnin kemur svo fram í öllu viðmóti þessa fólks sbr. svör ”formanns velferðarráðs og borgarfulltrúa Samfylkingarinnar”
„Ég held að þessi fundur muni ekki breyta neinu, en gott er að setja nýja borgarfulltrúa inn í málið.“ .
Höf. Jón Gunnarsson, frkv.stj.