Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Fjölga þarf fátækrahverfum í Reykjavík – Ný Braggahverfi eru lausnin í 100 ára afturför

$
0
0

Fjölga þarf fátækrahverfum í Reykjavík – Ný Braggahverfi eru lausnin, 100 ára afturför

Aukafundur var haldinn í borgarráði í gær vegna grafalvarlegrar stöðu heimilislausra í Reykjavík. Dagur B. Eggertsson og samfylkingin sem að fólk kaus að mundu alls ekki koma að því að stjórna borginni áfram  skv. úrslitum í nýliðnum kosningum, er með allt niður um sig í þessum efnum eins og í svo mörgum öðrum. 
Kollegi borgarstjórans, Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í meirihlutanum, birtist á skjá allra landsmanna í gær, mjög úrill yfir því að geta ekki verið áfram í sumarfríi til haustsins eða alla vega fram að réttum í oktober.
Sagði þar að hún botnaði bara ekkert í þessum látum yfir þessu liði sem að væri heimilslaust, það væri ekkert nýtt vandamál og engin ástæða til þess að vera að rjúka upp til handa og fóta núna í miðju sumarfríi og kalla til fundar. En svona til fróðleiks, fyrir fólk sem býr í glerhöllum, þá hafa heimilislausir sem að margir hverjir liggja undir trjám, t.d. í Laugardalnum, Öskjuhlíðinni og víðar, ekki átt gott sumar þar sem að rignt hefur upp á nánast hvern einasta dag og hverja einustu nótt undanfarna mánuði. Fjöldi þeirra sem voru á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Reykjavíkurborg í upphafi ársins voru 954 og þeim hefur örugglega fjölgað síðan þá.
Hinum sósíaliska leiðtoga var bent á að nú færi að kólna og svo að frysta og því væri málið alvarlegt og brýnt.
Hún aftur á móti sagði blákalt á rás tvö „Ég held að þessi fundur muni ekki breyta neinu, en gott er að setja nýja borgarfulltrúa inn í málið.“  – Alltaf sama hræsnin í þessu vinstra pakki, hún fer að verða á pari við forsætisráherra ekki vinstri stjórnarinnnar, ekki vinstri og ekki grænu, sem að nauðgaði út úr kjósendum atkvæðum sínum, íklædd sauðagæru.
Formaður velferðarráðs og hægri hönd borgarstjórans sem að fólk kaus að mundi ekki koma nálægt stjórnun á borginni meir og helst aldrei aftur. Sagði að vandamálið væri ekki að koma skyndilega upp núna, (mjög pirruð á öllu ónæðinu, þar sem hún var í vellaunuðu sumarfríi eftir einn fund í vor) en hópur heimilislausra hefði tvöfaldast á fimm árum, eða um 95% frá 2012-2017.  Sagði hún sigri hrósandi, máli sínu til stuðnings um að alger óþarfi væri að kalla hátt sett fólk úr sumarfríum með tilheyrandi ónæði. Fólk sem að gæti hæglega verið í launuðum heimsreisum með milljónir á mánuði út af allri ábyrgðinni sem að það ber. M.a. vegna ábyrgðarinnir á heimilisleysingjum og öðrum sem að eru um alla borg og eiga hvoki fyrir húsaskjóli eða nauðþurftum. Eða þá eins og slökkviliðið hefur kvartað yfir, hafa hreiðrað um sig í óíbúðarhæfum iðnaðarhúsnæðum sem eru lífshættulegir íverustaðir fyrir fólk og fjölskyldur.
Hver var svo niðurstaðan? Jú, að búa til fátækrahverfi og fjölga þeim og redda liðinu bara tjöldum, bröggum eða einhverjum sambærilegum skýlum svo að það muni ekki frjósa í hel úti á víðavangi í haust. Um er að ræða 100 ára afturför, koma liðinu öllu á sama stað, og eyrnamerkja það sem fátæklinga í fátækrahverfum eins og var í byrjun síðustu aldar.
Ég minnist þess ekki að hafa lesið um þetta kosningaloforð á öllum plakötunum sem límd voru ólöglega af Degi B. Eggertssyni á húsnæði víðsvegar í borginni. Þá var bara talað um fallega borgarlínu sem aldrei verður að veruleika.
Á fínna manna máli, fólks sem er með tugi milljóna á ári + öll fríðindi, s.s. dagleg kokteilboð, utanferðir og dagpeninga og aksturspeninga og hvað þetta allt saman heitir, kallast þessi fyrirhuguðu fátækrahverfi,- ”Dagsskýli fyrir utangarðsfólk.”

Dagur B. Eggertsson og hans fólk var harðlega ávítt af Umboðsmanni Alþingis

Í áliti Umboðsmanns Alþingis var Reykjavíkurborg ávítt fyrir þá stöðu sem upp er komin í málaflokki heimilislausra og utangarðsfólks. Í álitinu er sagt að Reykjavíkurborg hafi ekki tryggt utangarðsfólki aðstoð við vandamálum sínum með fullnægjandi hætti: „Þegar þessi atriði og umgjörð við úrlausn á húsnæðisvanda utangarðsfólks hjá Reykjavíkurborg séu virt heildstætt, skorti á að Reykjavíkurborg tryggi utangarðsfólki, svo fullnægjandi sé, aðstoð við lausn á bráðum húsnæðisvanda í samræmi við ákvæði laga nr. 40/1991, eins og þau verða túlkuð í ljósi 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar og fjölþjóðlegra mannréttindareglna. Umboðsmaður komst einnig að þeirri niðurstöðu að reglur Reykjavíkurborgar um félagslegar leiguíbúðir og sérstakar húsaleigubætur fullnægi ekki kröfum sem gera verður til skýrleika reglna um skilyrði sem í reynd eru sett fyrir úthlutun húsnæðis.“

Fólk kom skilaboðum til þessa hústökufólks sem er í Ráðhúsinu, um að það óskaði ekki lengur eftir starfskröftum þess þar sem að það hefur brugðist á svo marga vegu. Ekki bara í þessum málum, heldur svo mörgum öðrum.

Það er sárt að þurfa að horfa upp á það að lýðræðið er fótum troðið af valdasjúku fólki sem er hústökufólk í stjórnarráði borgarinnar. Fólki sem að grætur krókudílatárum yfir nýrri stjórnarskrá og kemur alltaf fram sem úlfar í sauðagærum þegar að á reynir. Ekki vantar smjaðrið fyrir kosningar, þar sem að þetta pakk býður sig eins og hórur á götuhorni og lofar öllu fögru bara ef það fær greiðslu, sem er atkvæðið. Bara svo það geti verið í vellaunuðu fríi og notið allra lífsins gæða á kostnað okkar.  Þetta fólk er þarna fyrst og fremst fyrir sig en ekki heimilislausa eða aðra og hræsnin kemur svo fram í öllu viðmóti þessa fólks sbr. svör ”formanns velferðarráðs og borgarfulltrúa Samfylkingarinnar”

„Ég held að þessi fundur muni ekki breyta neinu, en gott er að setja nýja borgarfulltrúa inn í málið.“ .

Höf. Jón Gunnarsson, frkv.stj.

Flutti sjö tillögur á fyrsta fundi – En samstarfsfólkið tekur sér launað sumarfrí fram í september, eftir einn fund

Taka sér launað sumarfrí fram í september, eftir einn fund

 

 

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652