Lækkar eigin laun um 300 þúsund
„Þegar tónninn var sleginn í aðdraganda samningagerðar, kom fram vilji félagsmanna um að minnka launabilið sem hefur aukist ár frá ári. Nú hefur formaður okkar Eflingarfólks, Sólveig Anna Jónsdóttir, farið á undan með góðu fordæmi og lækkað eigin laun um 300.000 krónur, þótt ekki séu nema örfáir mánuðir síðan hún tók við formannsembætti.
Nú vildi ég sjá þá sem helst og mest tala um stöðugleika og lágu launin í sömu setningu, fylgja hennar fordæmi og lækka sín laun í réttu hlutfalli,“ skrifar Kolbrún Valvesdóttir.
Kjararáð hækkaði laun sumra stétta í efri lögum ríkulega eins og frægt er orðið um tugi og hundruði prósenta, nú vakna spurningar um hvort að fella eigi þær hækkanir úr gildi?
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR lækkaði sín laun fyrir ekki svo löngu síðan til þess að sýna samstöðu .líkt og Sólveig Anna gerir nú en hvað gera aðrir aðilar sem að koma að málefnum launþega í kjölfarið?
Laun formanns SA Halldórs Benjamíns Þorbergssonar eru t.d. 3.6 milljónir á mánuði eða rúmar 43 milljónir á ári og spurning hvort að hann og fleiri sem að koma að borðinu stígi sömu spor og nú hafa verið stigin í átt að jöfnuði?