Skátar afhentu forsætisráðherra verkefnapakka um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Verkefnapakkinn fjallar um Heimsmarkmiðin og inniheldur leiki og verkefni fyrir alla aldurshópa í skátunum. Markmið efnisins er að fræða skáta um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og veita þeim innblástur um hvernig þeir, í sínu daglega lífi og með sínum skátaflokkum, geta tekið ábyrgð í því umhverfi sem þeir búa í og gætt hvers annars, samfélagsins og náttúrunnar.
Nánari upplýsingar um verkefnapakkann má finna hér: https://www.skatamal.is/byggjum-betri-heim/