Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Skátar afhentu forsætisráðherra verkefnapakka um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

$
0
0

Skátar afhentu forsætisráðherra verkefnapakka um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ásamt Þuríði, Heiðbrá, Mörtu og Andra - mynd
Þau Þuríður, Heiðbrá og Andri, skátar úr Garðabæ og Vesturbæ, og Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi Íslands, heimsóttu Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í gær. Skátarnir afhentu forsætisráðherra nýjan verkefnapakka í tilefni af þriggja ára afmæli Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna undir yfirskriftinni „Byggjum betri heim“.

Verkefnapakkinn fjallar um Heimsmarkmiðin og inniheldur leiki og verkefni fyrir alla aldurshópa í skátunum. Markmið efnisins er að fræða skáta um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og veita þeim innblástur um hvernig þeir, í sínu daglega lífi og með sínum skátaflokkum, geta tekið ábyrgð í því umhverfi sem þeir búa í og gætt hvers annars, samfélagsins og náttúrunnar.


Nánari upplýsingar um verkefnapakkann má finna hér: https://www.skatamal.is/byggjum-betri-heim/


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652