Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Eigendur Fréttatímans neita að tjá sig um kauptilboð frá Birni Inga Hrafnssyni

$
0
0

Björn Ingi Hrafns­son hefur stofnað nýjan vef­mið­il, Vilj­inn.is. Hann greindi frá þessu á Face­book ­síðu sinni fyrr í dag. Þar segir að form­leg opnun verði á næstu dögum en mið­ill­inn hefur enn sem komið er ekki verið skráður hjá fjöl­miðla­nefnd. Fréttatíminn óskar Birni Inga til hamingju með hinn nýja miðil sem að er vonandi gott innlegg í frjálsa fjölmiðlun

Á heima­síðu mið­ils­ins kemur fram að Björn Ingi sé rit­stjóri hans og að útgef­andi sé Hrafn Björns­son, faðir hans. Rétt­hafi léns­ins er skv. skráningu, fyr­ir­tækið Glerfilmur ehf. og er í eigu Hrafns Björnsonar.

Blaðamaður Fréttatímans heyrði af því að Björn Ingi hefði hugsanlega gert tilboð í Fréttatímann í september eða oktober en hefur ekki fengið það staðfest. ,,Fréttatíminn er skuldlaus og með mjög góða dreifingu og með mjög  mikinn lestur, og er 100% óháður miðill vegna þessa. Þannig að það kemur ekki á óvart að tilboð berist daglega, segja eigendur Fréttatímans.

Við höfum þó enn sem komið er, hafnað öllum tilboðum og tjáum okkur að sjálfsögðu ekki um þá sem að hafa gert tilboð. En getum þó staðfest að hafa fengið nokkur tilboð um kaup á miðlinum sem að öllum hefur verið hafnað til þessa. Til þess að tryggja sjálfstæði fréttaflutnings, þá vita blaðamenn t.d. ekki hverjir styrkja Fréttatímann og það er annað fyrirtæki sem sér um styrktar og auglýsingamál. Líklega er það einsdæmi um hlutlausa fréttamennsku á Íslandi.”

Það segir enn fremur á vef hins nýja miðils „að kjörað­stæður séu nú fyrir nútíma­legan og borg­ara­lega sinn­aðan vef­miðil sem hefur góða blaða­mennsku að höf­uð­mark­miði og veitir almenn­ingi þá mik­il­vægu þjón­ustu að sía það mark­verð­asta úr upp­lýs­inga­flóð­inu og vera allt í senn virk frétta­veita og um leið vett­vangur fyrir þjóð­fé­lags­um­ræð­una og aðgangur að hag­nýtum og nauð­syn­legum upp­lýs­ing­um.

,,Ég var að verða níu ára vestur á Flateyri við Önundarfjörð þegar ég ákvað að verða blaðamaður. Ég stofnaði þá blaðið Viljann og gaf út, vélritaði það upp (engar tölvur til) og fyrstu blöðin voru fjölrituð. Nú kynnum við til leiks nýjan vefmiðil — Viljinn.is — og vonum að landsmönnum líki vel. Formleg opnun er á næstu dögum, við erum bara að prófa hvort allt virki og setja þetta af stað í rólegheitum

Samhliða þessu er ég svo að skrifa bók, sem nánar verður skýrt frá á næstunni. Það er líka mjög spennandi. www.viljinn.is

Vilj­inn er slíkur mið­ill. Hann hefur skoðun á mál­um, vill að betur sé hugað að eldri borg­urum og barna­fjöl­skyld­um, vill huga að gömlum og góðum gildum og telur að gera þurfi stór­á­tak í hús­næð­is­málum til að skapa sátt milli kyn­slóð­anna. Vilj­inn er öðrum þræði hug­veita fyrir áhuga­verðar til­lögur um það sem betur má fara og mun m.a. gang­ast fyrir ráð­stefn­um, skoð­ana­könn­unum og fleiru.“ Vilj­inn verður fjár­magn­aður með sölu aug­lýs­inga og beinum stuðn­ingi les­enda.” Segir á vef Björn Inga Hrafnssonar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652