Björn Ingi Hrafnsson hefur stofnað nýjan vefmiðil, Viljinn.is. Hann greindi frá þessu á Facebook síðu sinni fyrr í dag. Þar segir að formleg opnun verði á næstu dögum en miðillinn hefur enn sem komið er ekki verið skráður hjá fjölmiðlanefnd. Fréttatíminn óskar Birni Inga til hamingju með hinn nýja miðil sem að er vonandi gott innlegg í frjálsa fjölmiðlun
Á heimasíðu miðilsins kemur fram að Björn Ingi sé ritstjóri hans og að útgefandi sé Hrafn Björnsson, faðir hans. Rétthafi lénsins er skv. skráningu, fyrirtækið Glerfilmur ehf. og er í eigu Hrafns Björnsonar.
Blaðamaður Fréttatímans heyrði af því að Björn Ingi hefði hugsanlega gert tilboð í Fréttatímann í september eða oktober en hefur ekki fengið það staðfest. ,,Fréttatíminn er skuldlaus og með mjög góða dreifingu og með mjög mikinn lestur, og er 100% óháður miðill vegna þessa. Þannig að það kemur ekki á óvart að tilboð berist daglega, segja eigendur Fréttatímans.
Við höfum þó enn sem komið er, hafnað öllum tilboðum og tjáum okkur að sjálfsögðu ekki um þá sem að hafa gert tilboð. En getum þó staðfest að hafa fengið nokkur tilboð um kaup á miðlinum sem að öllum hefur verið hafnað til þessa. Til þess að tryggja sjálfstæði fréttaflutnings, þá vita blaðamenn t.d. ekki hverjir styrkja Fréttatímann og það er annað fyrirtæki sem sér um styrktar og auglýsingamál. Líklega er það einsdæmi um hlutlausa fréttamennsku á Íslandi.”
Það segir enn fremur á vef hins nýja miðils „að kjöraðstæður séu nú fyrir nútímalegan og borgaralega sinnaðan vefmiðil sem hefur góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði og veitir almenningi þá mikilvægu þjónustu að sía það markverðasta úr upplýsingaflóðinu og vera allt í senn virk fréttaveita og um leið vettvangur fyrir þjóðfélagsumræðuna og aðgangur að hagnýtum og nauðsynlegum upplýsingum.
,,Ég var að verða níu ára vestur á Flateyri við Önundarfjörð þegar ég ákvað að verða blaðamaður. Ég stofnaði þá blaðið Viljann og gaf út, vélritaði það upp (engar tölvur til) og fyrstu blöðin voru fjölrituð. Nú kynnum við til leiks nýjan vefmiðil — Viljinn.is — og vonum að landsmönnum líki vel. Formleg opnun er á næstu dögum, við erum bara að prófa hvort allt virki og setja þetta af stað í rólegheitum
Samhliða þessu er ég svo að skrifa bók, sem nánar verður skýrt frá á næstunni. Það er líka mjög spennandi. www.viljinn.is
Viljinn er slíkur miðill. Hann hefur skoðun á málum, vill að betur sé hugað að eldri borgurum og barnafjölskyldum, vill huga að gömlum og góðum gildum og telur að gera þurfi stórátak í húsnæðismálum til að skapa sátt milli kynslóðanna. Viljinn er öðrum þræði hugveita fyrir áhugaverðar tillögur um það sem betur má fara og mun m.a. gangast fyrir ráðstefnum, skoðanakönnunum og fleiru.“ Viljinn verður fjármagnaður með sölu auglýsinga og beinum stuðningi lesenda.” Segir á vef Björn Inga Hrafnssonar.