Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Fleiri látnir heldur en lifandi á Facebook í framtíðinni

$
0
0

Yfir 300 milljónir Facebook meðlima hafa látist frá árinu 2004

Sumar mikilvægustu heimildir í nútíma sögunni eru einkamyndir, dagbækur og bréf á samfélagsmiðlum. Í dag er allt þetta í raun það sem við setjum inn á samfélagsmiðla eing og t.d. Facebook. Þegar notendum er eytt út af miðlunum þegar þeir deyja, munu vísindamenn í framtíðinni missa mikilvægar heimildir þegar að sagan okkar verður skrifuð.

Þetta segir deildarstjórinn Espen Sjøvoll í Þjóðskjalasafni Noregs þegar að hann tjáir sig um nýjar rannsóknir sem sýna fram á  að eftir fimmtíu ár mun fleira fólk vera látið en lifandi á Facebook.

Það eru vísindamenn við Oxford Internet Institute sem hafa sest niður við reiknivélina og komist að því að hinir látnu meðlimir munu vera í miklum meirihluta á samfélagsmiðlum árið 2070.

Fram kemur í spánni að Facebook haldi áfram að láta látið fólk „lifa“ áfram í alheimsvefnum. Eitthvað sem ekki er alveg sjálfgefið vegna þess að látnir meðlimir geta fljótlega orðið mikill kostnaður fyrir fyrirtækið.

Í skýrslunni „Eru látnir að taka Facebook yfir?“ Er sýnt fram á stóra hlutdeild þeirra látnu í framtíðinni á netinu.  Sumir aðstandendur eyða meðlimum þegar þeir hafa dáið.

Rannsakendur óska eftir alþjóðlegu regluverki sem tryggir að gögn frá samfélagslmiðlum varðveitist þegar fólk fer yfir móðuna miklu.

,,Þessar upplýsingar eru að verða hluti af sameiginlegri sögu okkar og getur reynst ómetanlegar heimildir fyrir komandi kynslóðir segja vísindamenn, en viðurkenna að slík geymsla muni leiða til fleiri áskorana.

Hönnun á jafnræðisreglum verða meðal annars að taka tillit til þess að mismunandi menningarheimar hafi mismunandi leiðir til að takast á við dauðann. Slíkar reglur munu einnig bjóða upp á nokkur siðferðileg atriði sem krefjast nákvæmrar athugunar. Slík vandamál geta verið persónuvernd. En gagnaverndarnefndin getur ekki tjáð sig vegna þess að einkalíf varðar aðeins lifandi fólk.

Espen Sjøvoll segir einnig að það að geyma svo mikið af upplýsingum um að einstaklinga geti verið krefjandi. Hann sýnir sem dæmi að foreldrar sem hafa stórt safn af myndum af börnum sínum á Facebook og/eða Instagram, þurfi mikið pláss í skjalasafninu.

,,Ímyndaðu þér ef að foreldrar þínir deyja skyndilega. Þá stendur þú skyndilega þarna án mynda af eigin æsku ef að regluverkið verður þannig að látnum meðlimum verði eytt af samfélagsmiðlum.“

Hann telur að um sameiginlega hagsmuni sé um að ræða og að alþjóðlegar reglur verði að setja um málið. Þjóðskjalasafnið hafi sitt eigið safn af ákveðnum gögnum af samfélagsmiðlum.

,,Við sjáum um að skrá það sem að ráðherrar, stjórnmálaflokkar og fleiri setja inn á Facebook og Twitter. Mikið af umræðunni sem áður var í dagblöðum hefur flust á samfélagmiðla. Samfélagsmiðlar gefa okkur þekkingu á aðstæðum á hverjum tíma.

Það er þessi þekking sem við notum einnig til að túlka bókmenntaverk. Túlkun Ibsen hefði verið erfitt ef við vissum ekkert um líf hans og samfélagið sem hann bjó í þegar hann skrifaði.“

 

The post Fleiri látnir heldur en lifandi á Facebook í framtíðinni appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652