Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Sportveiðiblaðið er að vanda efn­is­mikið og fjallað er um veiði á Íslandi og í öðrum heims­álf­um

$
0
0

 

Enn eitt veiðitímabilið er hafið í stangaveiðinni. Vorveiðimenn eru þegar byrjaðir í ám og vötnum en auk þess er sá silfraði farinn að sýna sig. Laxveiðin er að komast á fullt en hún hófst formlega 1. júní þegar opnað var fyrir veiði í Urriðafossi í Þjórsá.

Í þessu tölublaði er stangaveiði gert hátt undir höfði enda stangaveiðitímabilið nýlega hafið. Laxveiðin er á næsta leiti í mörgum ám og sumstaðar hafin. Veiðimenn eru hugsi yfir hlýju vori. Einhverjir þeirra eru smeykir við vatnsstöðu þegar líður á sumarið en flestir eru bjartsýnir og hafa engar áhyggjur og taka því sem að höndum ber.

Við spjöllum meðal annars við Björn K. Rúnarsson staðarhaldara í Vatnsdalsá, Jógvan Hansen söngvara sem nýtur fless að fara til veiða. Ítarleg veiðistaðalýsing er frá Laxá á Ásum. Einnig förum við til Argentínu með Rasmus Ovesen. Einnig má finna viðtal við stórveiðimanninn Henrik Kassow Andersen og fleira skemmtilegt er í blaðinu.

Við vonum að þú, lesandi góður, njótir blaðsins og hvetjum þig til að senda okkur efni, sögur og myndir til birtingar í blaðinu. Við hvetjum lesendur til að gerast áskrifendur en auðvelt að skrá sig á heimasvæði okkar sportveidibladid.is

Í ný­út­komnu Sportveiðiblaði seg­ir Björn K. Rún­ars­son, leigutaki og leiðsögumaður í Vatns­dalsá frá drauma­vakt­inni sem hann átti með Har­aldi Nor­egs­kon­ungi á sín­um tíma. Har­aldi var boðið í veiði í Vatns­daln­um og það kom í hlut Björns að vera leiðsögumaður­inn hans. Kóng­ur­inn kom aðeins á eft­ir öðrum gest­um og var Hnaus­a­streng­ur geymd­ur fyr­ir hann. Fyrsta spurn­ing Bjössa til kóngs­ins var; „Hvernig á ég að ávarpa þig?“ Hann svaraði að bragði. Þegar við erum komn­ir í vöðlur þá erum við jafn­ing­ar.

Í Hnaus­a­streng byrjaði svo túr­inn í fylgd norskra her­manna og vík­inga­sveit­ar­inn­ar ís­lensku. Fljót­lega setti Har­ald­ur í væn­an lax og landaði eft­ir mik­inn bar­daga. Var hann rétt rúm­lega hundrað sentí­metra lang­ur. Þegar þeir keyrðu burt frá veiðistaðnum til að fara í hús sjá þeir hvar fálki steyp­ir sér á rjúpu og ríf­ur hana svo í sig í fram­hald­inu. Eft­ir að hafa fylgst með þessu í drjúga stund leit Nor­egs­kon­ung­ur á Bjössa og spurði; „Hvað ætl­arðu svo að sýna mér á morg­un?“ Báðir sprungu úr hlátri, enda því­lík vakt að baki að hún yrði aldrei toppuð.

Sportveiðiblaðið er að vanda efn­is­mikið og er þar fjallað um veiði á Íslandi og í öðrum heims­álf­um. Nátt­úru­barnið síkáta Jógv­an Han­sen er í viðtali og rætt er við nokkra af frammá­mönn­um í stanga­veiði á Íslandi.

The post Sportveiðiblaðið er að vanda efn­is­mikið og fjallað er um veiði á Íslandi og í öðrum heims­álf­um appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652