Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Hrikaleg staða í laxveiðiám

$
0
0

Davíð Már og Gunnar Bender að veiða í Pollinum á Akureyri. Mynd: María Gunnarsdóttir 

Hylurinn Balki í Hrútafjarðará, mjög lítð vatn var í honum í dag er Gunnar Bender kíkti þar við.

Fréttatíminn náði tali af Gunnari Bender þar sem að hann var á ferðalagi á Akureyri, hann sagði að það væri hrikalegt að sjá hve lítið vatn væri í sumum ám landsins og að staðan gæti orðið hrikaleg ef að heldur áfram sem horfir. En mikill þurrkur hefur verið um allt land og engin rigning í kortunum, auk þess er lítið af snjó á hálendinu eftir einmuna blíðviðri.

,,Staðan hefur ekki verið svona í mörg ár, í fyrra var allt á floti á sama tíma, rigningasumarið mikla en núna hefur staðan snúist alveg við og ekki dropi úr lofti og víða um og yfir 20 stiga hiti með tilheyrandi þurrki. Það verður að fara að rigna fljótlega. Ég tók t.d. mynd við Hrútafjarðará áðan og hún var rosalega vatnslítil eins og flestar aðrar ár, nú verðum við bara að sjá til hvort að ekki fari að rigna fljótlega.“

Davíð Már veiðimaður með Gunnari Bender

Gunnar var með veiðifélaga sínum Davíð Má og voru þeir að veiða í Pollinum á Akureyri en þar er nóg vatn og fullt af fiski og margir að veiða. ,,Davíð Már hefur verið að fá fínan afla hérna, hér er að koma á land ufsi og alltaf ein og ein bleikja líka. Veðrið er búið að vera gott og mikið af fólki við veiðar á svæðinu og flestir að fá ágætis veiði.“ Sagði Gunnar Bender

The post Hrikaleg staða í laxveiðiám appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652