Gylfi Þór Sigurðsson og tilvonandi eiginkona hans Alexandra Helga Ívarsdóttir fóru með einkaþotu til Como á Ítalíu í gærkvöldi, þar sem að þau munu halda brúðkaup sitt um helgina. Vinir og fjölskylda þeirra Gylfa og Alexöndru eru einnig á leið til Como sem og landsliðstrákarnir í fótbolta flykkjast nú einnig til Ítalíu til að vera viðstaddir brúðkaup landsliðsmannsins og tilvonandi eiginkonu hans.
Gylfi og Alexandra birtu bæði mynd af sér í einkaþotunni á Instagram í gærkvöldi og hundurinn þeirra fékk að fara með í ferðalagið. Gylfi skrifaði status þar sem að hann segir að það væri nú ekki hægt að gifta sig án þess að taka hundinn með.
The post Gylfi Sigurðsson með einkaþotu í brúðkaupið appeared first on Fréttatíminn.