Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Hagkvæmu íbúðirnar hans Dags á Kirkjusandi – Tveggja svefnherbergja íbúðir á tæpar 90 milljónir

$
0
0

 

,,Loksins !

Hagkvæmu íbúðirnar hans Dags á Kirkjusandi eru loks komnar í sölu.

Nú munu brottfluttnir Reykvíkingar streyma aftur til borgarinnar, hér er aldeilis kominn díllinn fyrir þá sem vilja kaupa í borg braggans:

3ja herberga ( 2 svefnh.) 97fm íbúð:

Verð kr.88,900,000.-“ Segir Baldur Borgþórsson um nýjar íbúðir þar sem að fermeterinn kostar tæpa milljón.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka skrifuðu í mars árið 2017 undir samning um byggingarrétt og uppbyggingu á Kirkjusandi þar sem byggðar verða um 300 íbúðir af öllum stærðum og gerðum.

Dagur sagðist þá vera ánægður með að svæðið væri að fara í uppbyggingu. „Kirkjusandur er frábærlega staðsettur undir íbúðabyggð í grennd við gömlu rótgrónu hverfin hér í Teigunum og Lækjunum. Þarna verður ákveðið hlutfall leiguíbúða og fjölbreyttar íbúðagerðir þar sem stutt verður í alla verslun og þjónustu svo ég tali nú ekki um sjálfa Laugardalslaugina,“ sagði Dagur.

Baldur Borgþórsson sagði í viðtali við Fréttatímann að athyglivert væri að skoða sölulýsingar og teikningar af húsunum og bendir á að miðað við verðið á íbúðum í Reykjavík, sé  ekki líklegt að það sé á færi ungs fólks að kaupa þær. En Dagur B. hefur ítrekað talað um að verið sé að reisa hagkvæmar íbúðir. Spurningin er hvar þær eru ? Því að ekki eru þær á útvarpsreit, ekki á Kirkjusandsreit, ekki Hafnartorgi, ekki Hverfisgötu, Barónstíg eða á Frakkastíg, Klapparstíg og svo mætti lengi telja.
,,Ég hef margoft rætt þetta á fundum fyrir lokuðum eyrum. Það eru um það bil 300-400 íbúðir tilbúnar,óseldar í miðborginni og nærliggjandi hverfum. Þessar munu væntanlega bætast í safnið“ Sagði Baldur að lokum.

 

The post Hagkvæmu íbúðirnar hans Dags á Kirkjusandi – Tveggja svefnherbergja íbúðir á tæpar 90 milljónir appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652