Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Ráðherra upplýsir ekki um sölur á ríkisjörðum

$
0
0

 

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins bíður enn eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra, vegna sölu ríkisins á ríkisjörðum frá árinu 2000 og biður um svör um hverjir keyptu þessar jarðir og hvaða náttúruauðlindir fylgdu með þeim og á hvaða verði aðilar fengu þær á frá ríkinu? Þess má geta að ráðherrar ríkisstjórnarinnar leyna enn upplýsingum um hverjir keyptu þúsundir fasteigna af ríkinu og hafa neitað að gefa upp nöfn kaupenda, þrátt fyrir fulla heimild til þess frá Persónuvernd.

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins

,,Enn bíð ég eftir svörum við þessum spurningum til fjármála- og efnahagsáðherra, spurningarnar lagði ég fram 5. maí, s.l.“ Segir Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins

1. Hvaða ríkisjarðir hafa verið seldar frá og með árinu 2000 og hvert var söluverðið? Óskað er eftir að nöfn jarða, landnúmer, söluverð og söludagsetning séu tilgreind.
2. Hverjir voru kaupendur jarðanna sem spurt er um í 1. tölul.? Óskað er eftir að tilgreind séu nöfn og kennitölur þeirra kaupenda sem unnt er að upplýsa um, hvort sem um ræðir einstaklinga eða fyrirtæki.
3. Hversu stórar voru jarðirnar í fjölda hektara?
4. Hverjum jarðanna fylgdu:
a. vatnsréttindi,
b. veiðiréttindi,
c. námuréttindi,
d. jarðhitaréttindi,
e. réttindi til hagnýtingar gróðurs,
f. réttindi til nýtingar reka,
g. réttindi til hagnýtingar jarðrænna auðlinda?
Óskað er eftir að tilgreint sé nánar hver réttindin voru í hverju tilviki.
5. Í hvaða tilvikum hélt ríkið eftir réttindum við sölu jarðanna með tilvísun í 40. gr. jarðalaga og um hvaða réttindi var að ræða?

Ráðherrar halda upplýsingum enn leyndum fyrir almenningi

Ráðherra neitar enn að upplýsa um nöfn þeirra sem fengu 3.600 íbúðarhús frá ríkinu – Allt gert til þess að leyna upplýsingum

The post Ráðherra upplýsir ekki um sölur á ríkisjörðum appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652