Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Breskur auðkýfingur kaupir Brúarland 2 í Þistilfirði

$
0
0

 

Fjárfestingafélagið Sólarsalir ehf. festi nýverið kaup á jörðinni Brúarlandi 2 í Þistilfirði. Gísli Ásgeirsson talsmaður breska auðkýfingsins Jims Ratcliffes staðfesti þetta í samtali við fréttastofu RÚV í morgun. Kaupverðið fæst ekki uppgefið og hann segir í viðtalinu að frekari jarðakaup séu ekki áformuð.
Ratcliffes hefur undanfarin ár keypt fjölmargar jarðir í Vopnafirði og Þistilfirði og eftir kaupin eiga félög í eigu Ratcliffes meirihluta veiðiréttar í Hafralónsá sem er vinsæl laxveiðiá í Þistilfirði.

Ratcliffe á m.a. jarðirnar Hvamm eitt, þrjú og fjögur í Þistilfirði og svo Brúarland 2 sem er óskipt jörð úr landi Gunnarsstaða. Jóhannes Sigfússon bóndi á Gunnarsstöðum er formaður veiðifélags Hafralónsár, segir í viðtali við RÚV að ekkert samráð hafi verið haft við landeigendur við kaupin.

 

The post Breskur auðkýfingur kaupir Brúarland 2 í Þistilfirði appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652