Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Guðni Th. Jóhann­es­­son, for­­seti Ís­lands tók við áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orku­­pakk­ann

$
0
0

 

Orkan okkar hefur skorað á forseta Íslands að bíða með að staðfesta þriðja orkupakkann þar til Ísland hafi fengið undanþágu frá innleiðingu hans eða þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslu fallist á þær skuldbindingar sem í orkupakkanum felast.

Full­­trúar Orkunnar okkar afhentu Guðna Th. Jóhann­es­­syni, for­­seta Ís­lands, áskorun um þriðja orku­­pakk­ann í dag. Sam­tökin skora á for­­set­ann að stað­­festa ekki upp­­­töku þriðja orku­­pakk­ans nema að sam­eig­in­­lega EES-­­nefndin hafi veitt Íslandi und­an­þágu frá inn­­­leið­ingu eða að íslenska þjóðin hafi fall­ist á að und­ir­­gang­ast skuld­bind­ing­ar orku­­pakk­ans í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu sam­tak­anna

„„Úr því sem komið er, sjá samtökin Orkan okkar því ekki önnur úrræði í stöðunni en að skora á forseta Íslands að bíða með að staðfesta þriðja orkupakkann inn í EES-samninginn þar til Ísland hefur fengið undanþágu frá innleiðingu hans eða þjóðin hefur í þjóðaratkvæðagreiðslu fallist á þær skuldbindingar sem í orkupakkanum felast.“ segir í lok bréfsins.“ sem samtökin af hentu forsetanum á fundinum í dag. Í til­­kynn­ing­unni segir að for­­set­inn hafi tekið við bréfi sam­tak­anna með­ á­skor­un­inn­i þar sem helstu þættir máls­ins eru raktir og hugs­an­­legar afleið­ingar inn­­­leið­ingu orku­­pakk­ans.

Sam­tökin afhentu Guðn­­a Th. um­sagnir frá liðnu vori um málið ásamt nýlegri gögnum. Þar á meðal er skýrsla sam­tak­anna um áhrif inn­­­göngu Íslands í orku­­sam­­band ESB og minn­is­blöð Arn­­ars Þórs Jóns­­son­­ar, hér­­aðs­­dóm­­ara, og Tómasar Jóns­­son­­ar, hæstaréttarlögmanns.

 

 

 

 

The post Guðni Th. Jóhann­es­­son, for­­seti Ís­lands tók við áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orku­­pakk­ann appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652