Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Fimm vopnaðir menn réðust á 17 ára pilt í Reykjavík

$
0
0

 

Tilkynnt var um líkamsárás í Breiðholti upp úr klukkan níu í gærkvöld. Fimm menn voru þar að ráðast á ungan mann, sem að reyndist vera 17 ára. Árásarmennirnir börðu hann með kylfum og belti og þurfti að flytja hann með sjúkrabifreið á Slysadeild. Móður árásarþola var tilkynnt um árásina þar sem að um er að ræða dreng undir lögræðisaldri en gerendur voru fjórir eða fimm.

Tilkynnt var um innbrot í bifreiðar í miðborginni, í hverfi 101. Búið var að brjótast inn í fjölda bifreiða á svæðinu, skemma og stela ýmsum munum. Maður var svo handtekinn klukkan 5:33 í morgun, grunaður um innbrotin og er búið að endurheimta mikið af þýfinu. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Þá var tilkynnt um eld í bílskúr og sagt að eldurinn hafi kviknað er rafmagn var sett á skúrinn. Fljótlega tókst að slökkva eldinn og Slökkvilið kom og reykræsti og reyndust skemmdir minniháttar.

Klukkan sjö í gærkvöld, var bifreið stöðvuð í Kópavogi, ökumaðurinn reyndi fyrst að stinga lögreglu af. Ökumaðurinn sem var ung kona er grunuð um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og akstur án réttinda þ.e. hefur ítrekað verið stöðvuð við akstur bifreiðar án þess að hafa öðlast ökuréttindi.

Ekið var á unga konu á reiðhjóli sem fellur við það í jörðina á bifreiðastæði í hverfi 110. Konan kenndi eymsla í læri og mjöðm og var hún flutt með sjúkrabifreið til aðhlynningar á Slysadeild. Þá handtók Lög­regl­an mann við Ægis­garð á sjö­unda tím­an­um í gær en hann er grunaður um að hafa verið und­ir áhrif­um áfeng­is við stjórn á skipi. Maður­inn er vistaður í fanga­geymslu lög­regl­unn­ar vegna rann­sókn­ar máls­ins.

The post Fimm vopnaðir menn réðust á 17 ára pilt í Reykjavík appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652