Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Fiskistofa hafði eftirliti með 31 skipi með aðstoð Varðskips

$
0
0

 

Varðskipið Þór lagðist að bryggju í Reykjavík í vikunni eftir vel heppnaða og fjölbreytta ferð umhverfis Ísland. Auk áhafnar varðskipsins voru tveir eftirlitsmenn frá Fiskistofu með í för.

Í ferðinni sinnti áhöfnin og starfsmenn Fiskistofu eftirliti í 31 skipi á miðunum. Sömuleiðis var unnið að viðhaldi á duflum í samvinnu við Vegagerðina í Breiðafirði, við Kjallakssker, Bjarnareyjar og við Ólafsboða. Einnig var skipt um vindhraðamæli við Hornbjargsvita undir leiðsögn rafvirkjameistara frá Vegagerðinni.

Þá tók varðskipið línubát með bilaða stýrisdælu í tog norður af Skallarifi þann 22. ágúst og seinna sama dag kom áhöfn varðskipsins slösuðum skipverja í land sem varð fyrir því óláni að fá línuöngul í þumalfingur.

Eins og svo oft áður var haldin æfing með TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, en við sama tilefni var beltagrafa sótt á Hornbjarg fyrir Ferðafélag Íslands og komið fyrir í varðskipinu. Ferð beltagröfunnar fljúgandi var tignarleg og gekk afar vel.

The post Fiskistofa hafði eftirliti með 31 skipi með aðstoð Varðskips appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652