Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Vindhviður komnar í 40 m/s – Gul viðvörun

$
0
0

 

Vindhviðurnar á Suðurlandi eru komnar í fjörutíu metra á sekúndu og er gul viðvörun í gildi á Suðurlandi og Suðausturlandi til miðnættis

Suðurland – Austan stormur (Gult ástand)
Austan 13-23 m/s og rigning, hvassast undir Eyjafjöllum og við Reynisfjall. Vindhviður gætu farið yfir 40 m/s.

Suðausturland – Austan stormur (Gult ástand)
Austan 13-23 m/s og rigning, hvassast í Öræfum. Vindhviður gætu farið yfir 40 m/s.

https://www.windy.com/?61.386,-21.313,5,m:fvWaeRF
Lægðin lítur svona út

Veðurhorfur á landinu
Austanátt, 13-23 m/s, hvassast sunnanlands. Rigning með köflum S- og A-til, annars úrkomulítið. Sums staðar talsverð rigning um landið SA-vert í kvöld.
Austan 8-15 m/s á morgun, en 15-23 SA-lands. Þurrt að kalla, en rigning með köflum A-til. Hiti 4 til 12 stig að deginum, mildast S-lands, en kólnar N- og A-til seinnipartinn á morgun.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Norðaustan 8-15 m/s. Rigning SA- og A-lands, skýjað en úrkomulítið norðantil, en léttskýjað á S- og V-landi. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst.

Á föstudag:
Minnkandi norðaustanátt. Skýjað og úrkomulítið fyrir austan, en bjart með köflum V-lands. Hiti 1 til 6 stig yfir daginn, en víða næturfrosti.

Á laugardag:
Fremur hæg breytileg átt og skýjað með A-ströndinni og þykknar upp um landið vestanvert, annars bjart á köflum. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Suðvestlæg átt og fer að rigna V-lands. Hiti 0 til 7 stig.

Á mánudag:
Útlit fyrir norðlæga átt með dálítilli úrkomu fyrir norðan, en annars yfirleitt þurrt. Hiti 0 til 5 stig.

The post Vindhviður komnar í 40 m/s – Gul viðvörun appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652