Íslendingar borga 117,82 krónur í skatt af bensínlítranum og 106,09 af dísel. Er það ekki nóg?
Á facebooksíðunni NEI við veggjöldum, er fjallað um ofurskatta á bifreiðaeigndur og mjög umdeilda vegatolla sem ríkisstjórnin ætlar að setja á til þess að fjármagna borgarlínuna. Um 3000 manns hafa líkað við síðuna sem mótmælir fyrirætlunum ríkisstjórnarinnar gegn bíleigendum.

Bifreiðabensín
Sundurliðun bensínverðs – 227,77 kr./l. af 95 oktana bensíni (blýlausu) m.vsk.
Opinber gjöld (vörugjöld, flutningsjöfnunargjald og virðisaukaskattur): 51,7% – 117,82 kr./l.
Innkaupsverð og álagning: 48,3% – 109,95 kr./l.
Díselolía (gasolía)
Sundurliður díselverðs – 219,49 kr./l. m.vsk.
Opinber gjöld (vörugjald, flutningsjöfnunargjald og virðisaukaskattur): 48,3% – 106,09 kr./l.
Innkaupsverð og álagning: 51,7% – 113,40 kr./l.
Upplýsingar fengnar frá upplýsingaþjónustu Alþingis. Miðað er við meðalverð hjá 7 fyrirtækjum; þau eru Orkan, Dælan, OrkanX, Atlantsolía, ÓB, Olís, N1. Uppgefið verð var fengið frá eldsneytisvakt FÍB 7.10.2019.
Menn hljóta að hlusta á samtök 18.000 fjölskyldubifreiðaeigenda
The post Íslendingar borga 117,82 kr. í skatt af bensínlítra og 106,09 kr. af dísel appeared first on Fréttatíminn.