Aðalleikarinn Daniel Craig sem mætti fyrstur á rauða dregilinn brást ekki aðdáendum sínum sem sumir hverjir höfðu beðið í heila tvo daga í röð. Hann veitti eiginhandaáritanir og tók sjálfsmyndir með aðdáendum. Daniel hefur leikið James Bond í áratug og sagði í samtali við BBC að hlutverkið hafi breytt lífi hans og hann hafi notið hverrar mínútu. Þar að auki sagðist hann ekki þola að horfa á sjálfan sig á skjánum en hann elski hinsvegar að leika James Bond. Hann hrósaði jafnframt leikstjóranum Sam Mendez sem hann segir vera einn sá besta.











The post Glæsikjólar og glamúr á frumsýningu James Bond – Myndir appeared first on Fréttatíminn.