Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Laglegur lúxusjeppi

$
0
0

Lyklarnir af GLC sportjeppanum voru afhentir blaðamanni á fyrsta degi vetrar og það var því viðeigandi að seinna um kvöldið féllu fyrstu snjókorn vetrarins. Sportjeppinn GLC er nýjasta afurð Mercedes Benz og tekur við af GLK sportjeppanum, sem kom á markað árið 2008. Forveri GLC kom lúxussportjeppanum á kortið og það er óhætt að fullyrða að lúxusinn hafi aukist með árunum, bæði þegar kemur að hönnun og aksturseiginleikum. GLC er fal­lega hannaður og með mun straum­línu­lagaðri og sport­legri lín­ur en GLK. Kassalaga hönnunin er hvergi sjáanleg og verður líklega ekki saknað. Inn­an­rýmið er einnig fal­legt og rúmgott og það fer afar vel um bæði bílstjóra og farþega. Það er þó eitt við hönnunina sem vekur athygli, en það er eins konar borð sem staðsett er milli bílstjórasætis og farþegasætis. Skrifborð er líklega rétt lýsing, svo stórt er rýmið, en undir því hefur tveimur ógnarstórum drykkjarstæðum verið komið fyrir. Setja má spurningamerki við notagildi þessa rýmis, en það kemur kannski ekki að sök þar sem nóg er af slíku í bílnum.

Minni eldsneytisneysla

GLC er umhverfisvænni en forverinn, en eldsneytis­eyðslan lækk­ar að meðaltali um 19% miðað við fyrri gerð. GLC er einnig með níu þrepa sjálf­skipt­ingu sem staðal­búnað í öll­um gerðum og mun hann einnig koma í Plug-in Hybrid út­færslu með tvinnaflrás og þar fer sam­an mik­il spar­neytni og af­kasta­geta. Vél­in er auk þess búin Stop & Go-ádrepi­búnaði líkt og flestir nýir bíl­ar í dag. Þannig er eldsneytisneyslan minnkuð enn frekar.

Óþarflega tækniflókinn?

Tæknilega séð hefur GLC allt til alls, en það truflaði þó örlítið að skjárinn er ekki snertiskjár, heldur þarf ökumaður að notast við eins konar snertimús sem staðsett er milli sætanna. Kannski er það frekt að krefjast þess að allir skjáir séu snertiskjáir, en þar sem blaðamaður stóð sig nokkrum sinnum að því að pota í skjáinn í stað þess að nota músina er spurning hvort þýski lúxusbílaframleiðandinn ætti ekki að hugsa um ökumenn framtíðarinnar, sem tilheyra jú flestir, ef ekki allir, snjallsímakynslóðinni. GLC stendur þó án efa undir nafni sem lúxussportjeppi og stóð sig afar vel í hálkunni á fyrsta vetrardegi.

Innanrýmið er gætt öllum þægindum og nýjustu tækni, en hann er þó ef til vill óþarflega tækniflókinn. Notast þarf við snertimús eða snúningstakka til að stjórna hinum ýmsu möguleikum sem bíllinn býður upp á. Snertiskjár hefði vissulega einfaldað málin, en Benz hefur hingað til ekki ákveðið að fara þá leið. Mynd/Hari.
Innanrýmið er gætt öllum þægindum og nýjustu tækni, en hann er þó ef til vill óþarflega tækniflókinn. Notast þarf við snertimús eða snúningstakka til að stjórna hinum ýmsu möguleikum sem bíllinn býður upp á. Snertiskjár hefði vissulega einfaldað málin, en Benz hefur hingað til ekki ákveðið að fara þá leið. Mynd/Hari.

Mercedes Benz GLC-Class
Verð frá: 8.360.000 kr.
Gírkassi: 9 þrepa sjálfskipting

Afl:
Bensín: 211 hestöfl
Dísil: 170/240 hestöfl

Eyðsla:
Bensín:7,1-6,5 L / 166-152 CO2 (g/km)
Dísil: 5,5-5,0 L / 143-129 CO2 (g/km)

Bílar í svipuðum flokki:
BMW X3
Audi Q5
Land Rover Disco­very Sport
Volvo XC60

23508ReynsluaksturMercedes Benz GLC sportjeppi
Sportjeppinn GLC er nýjasta afurð Mercedes Benz. Bíllinn er mun straumlínulagaðri en forverinn, GLK, og er hönnunin afar vel heppnuð. Mynd/Hari.

 

 

The post Laglegur lúxusjeppi appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652