Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Tekur jólabaksturinn fram yfir jólahreingerninguna

$
0
0

Matarbloggarinn Berglind Guðmundsdóttir nýtur aðventunnar til hins ýtrasta, enda mikið jólabarn. „Aðventan er svo dásamlegur tími. Hún minnir okkur á það sem skiptir raunverulega máli, að vera góð hvert við annað, láta gott af sér leiða og eiga notalegar stundir með þeim sem eru okkur kærastir.“ Jólaundirbúningurinn hjá Berglindi snýst því aðallega um að njóta stundarinnar. „Ég vil frekar halda í góða skapið frekar en að eltast við einhvern „to do“ lista,“ segir hún. Berglind er búin að eiga notalegar aðventustundir með börnunum við bakstur, kertaljós og góða jólatónlist. „Ég er líka búin að fá mér „smörrebrod“ og öl, fara á jólamarkað og fram undan er Laugarvegsrölt og jólatónleikar. Varðandi jólahreingerninguna segi ég þó „no comment“.“

Berglind heldur úti matarblogginu Gulur, rauður, grænn og salt þar sem hún deilir alls konar uppskriftum með lesendum sínum. Smákökuuppskriftir njóta óneitanlega mikilla vinsælda á aðventunni og finnst Berglindi huggulegt að dunda sér í eldhúsinu og baka smákökur. „Sörur eru í uppáhaldi, en kúlugott og þristatopparnir eru líka ofarlega á lista, þær sortir eru einfaldar og gaman að gera með krökkunum.“ Fréttatíminn fékk Berglindi til að deila tveimur einföldum smákökuuppskriftum sem slá alltaf í gegn.

24126 þristatoppar berglind

Marengstoppar með þristum

„Það er orðin hefð hjá mér að baka þessa góðu marengstoppa fyrir jólin og það kemur skemmtilega á óvart að fylla marengsinn með þristasúkkulaði. Skemmtilegt og einfalt að baka og gaman að leyfa börnunum að taka þátt.“

Innihald:
Þristatoppar
4 stk eggjahvítur
210 gr púðursykur
1 poki þristar, saxaðir örsmátt

Aðferð:
1. Þeytið eggjahvítur og púðursykur vel og lengi þar til maregns hefur myndast eða í ca. 5-10 mínútur.
2. Þristarnir eru settir varlega út í með sleif.
3. Notið teskeið til að setja deigið á plötu.
4. Bakist við 125°C í 30-40 mín.

24126 lakkriskokur berglind

Smákökur með lakkrísmarsipani

Innihald:
200 g smjör, mjúkt
100 g sykur
200 g púðursykur
2 egg
100 g pekanhnetur
50 g súkkulaði, dökkt
50 g trönuber
200 g hveiti
2 tsk lyftiduft
200 g lakkrísmarsipan frá Johan Bülow (fæst m.a. í Epal)

Aðferð:
1. Skerið marsipanið í litla bita, saxið hnetur og súkkulaði og blandið síðan öllum hráefnunum saman og hrærið vel.
2. Setjið með skeið á bökunarplötu með smjörpappír en hafið gott bil á milli þeirra.
3. Bakið kökurnar við 180°C í 8-9 mínútur en varist að þær verði of dökkar.

 

The post Tekur jólabaksturinn fram yfir jólahreingerninguna appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652