Þorsteinn Stefánsson, eða Steini eins og hann er kallaður, er trillukarl á smábátnum Úndínu. Steini segist fara út þegar vel viðrar og þegar hann nennir, til að fiska í soðið fyrir sig og sína. Hann er oft kominn út fyrir allar aldir og drekkur kaffi á brúsa, ýmist um borð í Úndínu eða á kaffistofu trillukarla í gömlu verbúðunum við Reykjavíkurhöfn.
„Ég fylgist með flóðatöflu og reyni að vera kominn út á fallaskiptum eða í affalli, þá bítur fiskurinn frekar á,“ segir Steini. Hann segir fátt betra en að komast út á sjó og finna kyrrðina sem felst í því að velkjast um á hafi úti.
Mynd/Rut
The post Morgunstundin – Kaffi á hafi úti appeared first on Fréttatíminn.