Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Gabríelu sýndur mikill stuðningur

$
0
0

Hin ellefu ára gamla Gabríela María Daðadóttir fékk gríðarlega sterk viðbrögð við sögu sinni sem hún sagði í Fréttatímanum um síðustu helgi. Gabríela María fæddist sem strákur og var nefnd Gabríel Már. 

Gabríela hefur alltaf vitað að hún er stelpa og breytti nafninu sínu, aðeins sjö ára gömul.
„Fólk hafði samband úr öllum áttum. Við fengum meiri viðbrögð en okkur óraði fyrir. Fjölskyldan fékk öll sterk viðbrögð og báðar ömmur hennar fengu ótal símtöl og skilaboð. Það kom sérstaklega á óvart hve margt eldra fólk setti sig í samband við okkur og vildi koma á framfæri þakklæti til Gabríelu fyrir hugrekkið sem hún sýndi. Henni er mætt með algjöru fordómaleysi. Mjög margir sögðust hafa grátið yfir frásögn hennar og vildu senda henni kveðjur. Foreldrar átta ára gamals barns, sem vill breyta nafni sínu, hafði samband við okkur. Foreldrar sex ára gamals barns hafði samband við kennarann hennar. Þau höfðu fengið einhverskonar uppljómun við lesturinn og fundu samhljóm í sögu transbarnanna í blaðinu og þeirra eigin barna. Við höfum líka fengið fyrirspurnir um hvar sé hægt að fá fræðslu.“

Sjá einnig: Gabríela: Ekkert mál að vera ég

 

María fagnar umfjölluninni sem fór fram í þættinum Samfélagið á Rás 2 í kjölfarið en þar komu meðal annars fram kennari og námsráðgjafi Gabríelu úr Vatnsendaskóla sem ræddu um allt það sem skólarnir geta gert til að mæta þörfum transbarna. „Ég held að þessar frásagnir hafi ekki síður hreyft við skólakerfinu. Því það er mikilvægt að fylgjast með og vera með opinn huga. Það þarf að taka mark á því þegar börn tjá sig með þessum hætti. Því eins og Jóna, kennari Gabríelu, sagði, þá leikur sér enginn að því að sýna svona staðfestu, nema það byggi á raunverulegum tilfinningum.“
María segir Gabríelu sjálfa í skýjunum með viðbrögðin. „Mér finnst ennþá meiri léttir hjá henni núna en áður. Hún er enn að meðtaka þessi sterku viðbrögð. Við foreldrarnir erum komnir á þann stað núna að við viljum gjarnan miðla okkar reynslu og aðstoða fólk sem er í svipuðum sporum.“
Eftir að transbörnin sögðu sögu sína í Fréttatímanum bárust Samtökunum’78 fjórar nýjar viðtalsbeiðnir vegna transungmenna.

 

26523 Gabriella Didriksen 1
Gabríela með Maríu móður sinni og fjölskyldunni allri

 

The post Gabríelu sýndur mikill stuðningur appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652