Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Hönnuður sem skapar draumheima

$
0
0

Tískusýningin Transcendence, eftir Hildi Yeoman fatahönnuð, mun fara fram á Læknaminjasafninu á Seltjarnarnesi í kvöld klukkan átta. Sýningin er hluti af Listahátíð Reykjavíkur.

„Meginþema sýningarinnar eru draumar, staðurinn á milli svefns og vöku,“ segir Hildur Yeoman og bætir við að ekki sé um hefðbundna tískusýningu að ræða. Transcendence sé lengri en venjulegar tískusýningar auk þess sem ný nálgun í hönnun verði könnuð.

26947 Hildur Yeoman sýning

En hvers vegna þetta þema?
„Bæði finnst mér það bara mjög spennandi en síðan er tíska svo mikill draumheimur. Í síðustu tveimur línunum mínum vann ég með íslenskar jurtir í samstarfi við seiðkonu. Í Flóru var ástargaldursprent (e. love-spell) og einnig prent sem eykur kraft (e. power-spell). Í þetta skiptið er ég hins vegar að vinna með draumheimaprent út frá blómum sem hafa róandi og draumaukandi áhrif.“

Hildur mun blanda saman ólíkum listformum eins og dansi, myndlist og tónlist í kvöld. „Mig langar að tvinna saman mismunandi listgreinar og skapa sérstakan heim. Saga Sig hefur myndað línuna mína og myndirnar hennar munu prýða veggi Læknaminjasafnsins, dansarar munu sýna fötin en tónlist er úr smiðju hljómsveitarinnar Samaris,“ segir Hildur.

– Birna Guðmundsdóttir

The post Hönnuður sem skapar draumheima appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652