Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Möguleikar Ísland á EM: Allt eða ekkert og allt þar á milli

$
0
0

Eftir leiki kvöldsins er möguleikar Íslands á EM þessir eftir því hvort þeir vinna Austrríkismenn, gera jafntefli við þá eða tapa. Möguleikarnir spanna allt spektrúmið frá því að sigra riðilinn og lenda í neðsta sæti, frá því að mæta Belgum, Englendingum, Þjóðverjum eða Spánverjum í 16 liða úrslitum eða fara heim eftir riðilinn:

I. Ef Ísland vinnur Austurríki 1:0 …

… verður staðan í riðlinum þessi ef Portúgalar vinna Ungverja 1:0

  1. Ísland 5 stig (markatala 3:2)
  2. Portúgal 5 stig (markatala 2:1)
  3. Ungverjaland 4 stig (markatala 3:2)
  4. Austurríki 1 stig (markatala 0:3)

Ef Portúgal vinnur Ungverja með meiri mun en Íslendingar Austurríkismenn nær Portúgal fyrsta sætinu. Líka ef Portúgal skorar tveimur mörkum fleiri en Íslendingar. Ef Ísland vinnur 1:0 en Portúgal 2:0 er sama markahlutfall hjá báðum liðum, jafntefli milli þeirra í innbyrðis viðureign, bæði skorað jafn mörg mörk og ekki hægt að nota vítaspyrnukeppni til að finna sigurvegarann (liðin eru á sitthvorum vellinum í sitthvorri borginni) þá kemur til þess að telja rauð og gul spjöld. Kurteisara liðið vinnur.

… verður staðan í riðlinum þessi ef Portúgalar og Ungverjar gera jafntefli 1:1

  1. Ungverjaland 5 stig (markatala 4:2)
  2. Ísland 5 stig (markatala 3:2)
  3. Portúgal 3 stig (markatala 2:2)
  4. Austurríki 1 stig (markatala )0:3

Ef Ísland vinnur Austurríki 2:0 jafnar Ísland Ungverjaland og það endar með talningu rauðra og gulra spjalda. Ef Ísland vinnur 3:1 Ísland efsta sætinu nema Ungverjar og Portúgalar geri 2:2 jafntefli, þá þarf að telja spjöldin. O.s.frv.

… verður staðan í riðlinum þessi ef Ungverjar vinna Portúgali 1:0

  1. Ungverjaland 7 stig (markatala 4:1)
  2. Ísland 5 stig (markatala 3:2)
  3. Portúgal 2 stig (markatala 1:2)
  4. Austurríki 1 stig (markatala 0:3)

Þarna skipta mörkin engu máli.

Semsé: Ef Ísland vinnur fær það líklega fyrsta sætið í riðlinum ef Portúgal vinnur Ungverja, annars líklegast annað sætið.

Ef Ísland nær fyrsta sæti verður andstæðingurinn sá sem nær 2. sæti í E-riðli sem að líklegast verða Belgar, mögulega Svíar en ólíklega Ítalir eða N-Írar.

Ef Ísland nær öðru sætinu mætir það Englendingum, Walesverjum, Slóvökum eða Rússum (það er ómögulegt að spá því hvert að þessum löndum lendir í öðru sæti í B-riðli.

 

II. Ef Ísland gerir jafntefli við Austurríki 1:1

… verður staðan í riðlinum þessi ef Portúgalar vinna Ungverja 1:0

  1. Portúgal 5 stig (markatala 2:1)
  2. Ungverjaland 4 stig (markatala 3:2)
  3. Ísland 3 stig (markatala 3:3)
  4. Austurríki 2 stig (markatala 1:3)

Þarna skiptir markatala ekki máli nema hvað Ísland á meiri möguleiki eftir því sem liðið skorar fleiri mörk að verða eitt af 6 liðum í 3. sæti sem komast áfram í 16. liða úrslit.

… verður staðan í riðlinum þessi ef Portúgalar og Ungverjar gera jafntefli 1:1

  1. Ungverjaland 5 stig (markatala 4:2)
  2. Ísland 3 stig (markatala 3:3)
  3. Portúgal 3 stig (markatala 2:2)
  4. Austurríki 2 stig (markatala 1:3)

Þarna gildir að Ísland heldur öðru sætinu svo framarlega sem Portúgalar skora ekki fleiri mörk. Ef Portúgalar skora einu marki meira kemur til talningar á spjöldum en ef þeir skora tveimur mörkum meira hreppa þeir annað sætið.

… verður staðan í riðlinum þessi ef Ungverjar vinna Portúgali 1:0

  1. Ungverjaland 7 stig (markatala 4:1)
  2. Ísland 3 stig (markatala 3:3)
  3. Portúgal 2 stig (markatala 1:2)
  4. Austurríki 2 stig (markatala 1:3)

Þarna skiptir markatalan ekki máli.

Semsé: Ef Ísland nær jafntefli við Austurríkismenn lenda þeir í þriðja sæti ef Portúgalar vinna Ungverja en annars (líklegast) í öðru sæti.

Til að þriðja sætið með 3 stig og núll markahlutfall dugi í 16 liða úrslit þurfa lið í 3. sæti í tveimur öðrum riðlum að fá lakari útkomu. Það er ekki víst að sú verði raunin en ekki ólíklegt samt.

Ef þriðja sætið fleytir Íslandi í 16 liða úrslit mætum við (líklegast) annað hvort Þýskalandi eða Spáni.

 

III. Ef Ísland tapar fyrir Austurríki …

… þá skiptir taflan ekki máli né markahlutfallið. Við förum heim.

Jafnvel þótt Ungverjar sigri Pórtúgala með meiri mun en Austurríkismenn Íslendinga og Ísland lendi því í 3. sæti munu 2 stig og markahlutfall í mínus aldrei koma Íslendingum í 16 liða úrslitin.

The post Möguleikar Ísland á EM: Allt eða ekkert og allt þar á milli appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652